11.08.2007 21:24

Fíat 500 uppseldur næsta árið?

       Fíat 500 virðist ætla að sigra heiminn.

Svo virðist sem nýi Fíat 500 bíllinn ætli að slá í gegn. Ef marka má upplýsingar frá Fíat þá hafa þegar 58.000 bílar verið framleiddir og því má segja að bíllinn sé uppseldur næsta árið. Aðeins eru þrjár vikur síðan sala á bílnum hófst og eftirspurnin virðist vera gríðarleg en Fíat hafið ráðgert að framleiða um 120.000 bíla á ári en framleiðsla Fíat 500 fer fram í Póllandi.
Að því er kemur fram í fréttum þýska bílablaðsins Autobild hyggst Fíat auka framleiðsluna um 20.000 bíla á ári og fara upp í 140.000 eintök.
Fíat 500 kom fyrst fram fyrir 32 árum en mikla athygli vakti þegar félagið greindi frá áformum sínum um að endurnýja þennan vinsæla smábíl sem þekktur er hér á landi fyrir aðdáun Ómars Ragnarssonar á honum.
Salan á Fíat 500 hefur að mestu farið fram á Ítalíu en einnig hefur talsverður fjöldi bíla verið seldur í Frakklandi. Í bretlandi verður hann seldur undir merki Ford Ka. Ekki er vitað til þess að bíllinn verði seldur í Bandaríkjunum og ekki er vitað heldur hvort hann verður seldur hér á landi eða þá hvenær.
Þetta ætti að kæta hluthafa Fíat en á fyrri helmingi þessa árs jókst sala nýrra Fiatbíla um 12%. Á sama tíma var rekstrarhagnaður næstum helmingi meiri en á sama tíma í fyrra, eða 627 milljónir evra. Þetta eru mikil umskipti frá því sem áður var en langvarandi taprekstur   Heimild bíllinn.is