18.08.2007 18:29

Danskir skólakrakkar á Hólmavík.



       Þetta er fallegur hópur, danskir og íslenskir krakkar ásamt fylgdarmönnum.

Undanfarna þrjá daga hafa verið danskir skólakrakkar frá Árslev í Danmörku í vinarskólaheimsókn til skólakrakkana hér á Hólmavík. Í fyrra fóru skólakrakkar frá Hólmavík til þessara sömu krakka og þeir dönsku gerðu það sama núna eins og var gert í fyrra. Krakkarnir frá Hólmavík og þau dönsku fóru til Skagafjarðar í svokallaða rafting siglingu og svo var farið á sjóstöng með Sundhananum og líka var farið í skoðunarferð til Grímseyjar og galdramenningin hjá þeim galdramönnum var heimsótt. Og í gærmorgun fór allur hópurinn yfirí Kaldalón og labbað var uppað Drangajökli í brakandi blíðu. Og að endingu í gærkveldi komu svo allir krakkarnir saman í félagsheimilinu en sváfu? svo öll uppí skólanum í nótt. Og í morgun fóru þau dönsku suður og stefnan var tekin á menningarnótt sem er í dag og langt fram á nótt.


Þessi viðkunnalegi piltur var hjá okkur og heitir Christian Stentoft Michelsen ásamt Valdimar Fr.