29.08.2007 22:41

Thunder millifærir myndir.


                                                           Ekki var þetta ferð til fjár.

Ungur drengur sagði mér frá vörubílasíðunni geiranum þar sem spekingar vörubíla og vinnuvéla skiptast á skoðunum og setja svo myndir inná þessa síðu. Og eg skráði mig þarna inn í gær og fór að skoða nokkrar myndir sem flestar eru mjög illa teknar. En eg var ekki búin að skoða mikið þegar eg rakst á myndir merktar thunder Hólmavík, fljótlega þekkti eg tvær myndir sem thunder hefur tekið af Strandaspjalli sem voru teknar 14 apríl 2006. Þetta eru ekki merkilegar myndir en thunder á fullt af símum sem hann getur hringt úr til þess að fá að setja þær á geirann. En það hafa margir haft samband við mig til að fá copy og pasta myndir til að eiga eða setja í umferð á neti eða öðru slíku. En eg get ekki annað en kvittað thunder með því að gera sama og hann gerði gagnvart mér að setja mynd á þessa síðu sem hann tók væntanlega uppí Kollafirði 16 ágúst síðastliðin þegar kappinn var að sækja bilaða vél fyrir Vegagerðina. En þegar thunder kom til Hólmavíkur með þessa vél var kappinn svo ógurlega soltin að hann fór beint í Esso sjoppuna og fékk sér að éta við hliðina á vigtararamönnunum sem voru sömuleiðis að éta. Thunder var ekki búin að vera lengi að snæðingi þegar lögreglumaðurinn spurði hann hver væri á þessum bíl, það er eg, svaraði thunder. Og þannig fór um sjóferð þá að aumingja thunder skaut sjálfan sig svo rækilega í báðar lappir þannig að hann er vart gönguhæfur eftir þetta allt saman.Tvö tonn og rúmlega það.

               
    Þetta eru myndirnar sem thunder tók af Strandaspjalli  og setti inná thunder (geirinn.is).