29.12.2007 21:52

Arnkötludalur og Gautsdalur. Skaðin er skeður.

Það má segja með vegastæðið sem er þegar komið í Gautsdal og efsta hluta Arnkötludals sé svipað og þegar er búið að taka í gikkinn á byssunni og bráðin fallin þá er skaðin skeður og ekki aftur tekin. Eg hef í alllangan tíma verið að fjalla um það vegastæði sem til stóð að vegur yrði lagður, þess efnis þá mælingu sem Línuhönnun hf var búin að mæla fyrir Leið ehf, sem Vegagerðin keypti á litlar 27 miljónir og henti þeim síðan á haugana, og þá kom Vegagerðin með sinn hönnuð Kristján Kristjánsson (kk Hlykk) sem hannaði síðan allan vegin uppá nýtt 24.5 km. Skipulagsstofnun var búin samþykkja veglínuna sem Línuhönnun var búin að hanna fyrir Leið ehf, sem átti að fara sem slík í útboðið á þessum vegi.

En með Arnkötludal er skaðinn skeður þar líka. Eins og eg hef áður minnst á í mínum skrifum og þeim myndum sem eg hef sýnt á þessum vef, er nú þegar búið að legga veginn efst í Arnkötludal sunnanmegin við ána þar sem snjódýpt er hvað mest. Línuhönnun hf var búin að mæla fyrir veginum vestan megin við ána þar sem lítið festir snjó vegna legu landsins.

En ef vilji er fyrir því hjá Strandabyggð samanber Reykhólahrepp að breyta þeirri veglínu sem nú ræður ríkjum að sunnanmegin við ána, að breytingin verði flutt vestanmegin við ána eins og Línuhönnun hf var búin að mæla þá mun eg verða sáttur ef Strandabyggð fer fram á slíka breytingu sem eg vona svo sannarlega. Þó að manni sýnist að skaðin sé nánast skeður, er enn von að menn nái áttum og fari ekki eins og villiráandi slagandi sauðir út um móa og mela og það í miklum kk hlykkjum sem er algjör óþarfi og hönnuði á þessum vegi til háborinar skammar.Þær athugasemdir sem Reykhólahreppur gerði vegna lagningar vegarins í Gautsdal var að öllu leiti réttmæt. En að hlykkjast með veginn þrisvar yfir Gautsdalsána á stuttum kafla fyrir ofan fossinn er með öllu óskiljanleg, og að fara með veginn á klettasnösina við fossinn er algjört glapræði og mikil heimska hjá ráðríkum hönnuði Vegagerðarinnar. Ef hreyfir vind á klettabrúninni við fossin fýkur vatnið beint yfir veginn og skapast þá mikil hálkuhætta, það átti KK að vita.
Mynd númer 53