01.01.2008 23:13

Áramótaskaupið var frekar fúlt og lélegt lost.

S J Ó N V A R P I Ð.
Ekki gat maður mikið brosað af Áramótaskaupinu í þetta skiptið, sem var frekar fúlt. Það eru ekki allir sem horfa á sjónvarpsþáttin Lost, ekki eg. Allt skaupið var sundurlaust og lélegt, og alltof mikið var umfjöllunin um útlendinga. Árni Tryggvasson var bestur með byssuna. En að þetta lélega skaup hafi kostað yfir 90 milljónir skil eg ekki. Og þessi auglýsing sem var sett inní mitt skaupið, kostaði 3 millur í 1 mínútu, er ekki einusinni fyndið kvað þá brandari. Spaugstofan hefði gert skaupið miklu betra og hlægilegra en þessir sem gerðu skaupið á okurlaunum frá ríkinu. Niðurstaðan er þessi, að skaupið var það lélegt að eg fékk ekki einu sinni smá bros kvað þá lost. Annars er næsta Spaugstofa 12 janúar.