03.01.2008 23:59

Árneshreppur fékk lottóvinning í haust.

Mynd númer 12

Þar sem vegurinn endar? . Eg held að megi segja það með réttu að Árneshreppur fékk stóran lottóvinning í haust þegar Hrafn Jökulsson flutti norður í Árneshrepp ásamt fylgdarliði. Hann Hrafn Jökulsson hefur verið síðan í haust að halda skákmót og kynna nýju bókina sína "þar sem vegurinn endar" sem er góð og mikil kynning fyrir Strandirnar í heild þó mest Árneshrepp. En eg set spurningarmerki við veginn þar sem hann endar? í Ófeigsfirði eða hvað. Í mínum huga er það ekki alveg rétt. Vegurinn frá Ingólfsfirði og til Ófeigsfjarðar er ekkert annað en vegarslóði mest í fjöruborðinu. Og eg tel mig vita það að annar vegarslóði sem hefur verið farin á bílum úr botni Ófeigsfirði og yfir fjallgarðin og fyrir Hraundalin og komið niður utanvert við Hamar í Djúpi. Það eru ekki mörg ár síðan að þessi leið var farin af nokkrum bretum á Landroverjeppum. En hvað um það hefur Árneshreppur fengið Lottóvinning og það stóran með komu Hrafns Jökulssonar í fallega og friðsæla sveit sem Árneshreppur er, þar liggja sóknarfærin á mörgum sviðum.