19.01.2008 22:28

Undra útvarp þó lítið sé.

Mynd númer 203

Ætli það hafi ekki verið 2001 að eg átti leið um Bitrufjörð í marsmánuði að eg rak augun í einhvað svart sem lá í vegkantinum. Og eg stoppaði og kannaði hvað væri þarna, og eg sá fljótlega að þetta var aggarlítið gamaldags L M útvarp, sumsé langbylgjan og miðbylgjan. Og eg hirti þetta skrítna útvarp sem var reyndar án batteríja. En þegar heim var komið setti eg tvö lítil batterí í þetta litla tæki sem virkaði vel, og viti menn þetta litla útvarp er í fínu lagi og er ennþá með sömu batteríin sem eg setti í marsmánuði 2001. Eyðir nánast engu og er í gangi af og til flest alla daga. Magnað lítið tæki..