09.02.2008 22:20

Engar pulsur né samlokur að fá hjá N 1 í morgun.

Mynd númer 234

Eg fór í sjoppuna hjá N 1 hér á Hólmavík í morgun um kl 11.00 og inn komu hjón sem vildu fá pulsu og samloku en þeim var sagt það að pulsurnar og samlokurnar væru ekki klárar vegna þess að afgreiðsludaman hefði verið að koma til vinnu og væri syfjuð og ekki væri búið að gera pyslurnar og samlokurnar klárar. Þannig að þessi ágætu hjón fengu einungis kók og prins póló. Afar slæmt er það fyrir svona lítin stað að ekki skuli vera hægt að redda pylsu og samloku fyrir ferðamannin sem var í þessu tilfelli á leið til Hnífsdals á þorrablót. Og svona í framhjáhlaupi er það ekki gott fyrir N 1 hér á Hólmavík að í þessu tilfelli var alþingismaður og kona hans á ferð, sussum svei. Það er lámarks krafa að þegar er opnað að allt sé klárt á öllum sviðum hjá N 1, annað gengur ekki upp.