15.02.2008 22:45

Góunefndarmenn 2008 smala saman góugestum í kvöld.

Þann fyrsta mars næstkomandi fer fram hinn árlegi Góufagnaður í félagsheimilinu hér á Hólmavík. Í kvöld voru góunefndarmenn að ganga á milli húsa og voru að smala saman á á lista. Í nýbúahverfinu sem eg kalla svo, sem eru svonefnd tún sem er nýjasta hverfið hér á Hólmavík var einn góunefndarmanna Guðmundur Viktor Gústafsson kafteinn og kvótagrósseir að ganga á milli húsa með listann góða. Eg spurði kafteinin um skemmtiatriðin, hann sagðist ekkert vita ennþá um þau, skemmtiatriðin væru í vinnslu og sömuleiðis hvaðahljómsveit mundi spila á góunni. En með matinn, hann væri orðin klár. Miðaverð yrði stiltí hóf.
Mynd númer 24     Ánægðir góugestir 2007, Þröstur Snær og Guðmundur Viktor.