17.02.2008 22:37

Rigningin var talsvert blaut á tröllaslóðum í dag.

Í hádeginu í dag fóru fimm Strandatröll uppá Steingrímsfjarðarheiðina í frekar suddalegu veðurfari. Rigningin virkaði á mann og myndavél þónokkuð blaut á heiðinni, en þrjú Strandatröll brugðu á afturbeltaleik við Þriðjungsárnar sem eru norðan megin í Norðdalnum, afturbeltisaksturinn hjá þessum köppum var nokkuð góður og stundum djarfur, en allt fór þá vel að lokum. En vegna mikillar rigningar var varla hægt að mynda fyrrnefnd tilþrif en samt náði eg nokkrum myndum frá þessum afturbeltistilþrifum þegar tröllin horfa til himins. Hér eru nokkrar myndir Strandatrölla síðan í dag.
Mynd númer 7                                       

                                 Mynd númer 5