04.05.2008 22:28

Mótorkrossarar á Hólmavík í stórræðum.

Mótorkrossarar hér á Hólmavík hafa verið af og til nú undanfarið en þó mest í dag að gera mótorkrossbraut uppaf syðri enda flugvallarinns. Í dag voru þar að störfum krossarnir sjálfir með jarðýtu, tvær hjólagröfur og tveir stórir traktorar með sturtuvagna voru á fullu í að gera brautina klára.  Heyrt hef eg að það sé stefnt að því að gera krossarabrautina klára (keppnisfæra) fyrir Hamingjudaganna sem verða síðustu helgina í júní.  Og eg hef hlerað það að félagarnir sem standa að þessari braut munu hafa nokkur sýningaratriði með allskonar stökkum á ská og skjön á sjálfum Hamingjudögunum.Þannig að framundan munu krossararnir þurfa stunda stanslausar æfingar í brautinni og utan hennar. Þetta er erfiðisíþrótt og reynir mikið á ökuþórinn.  Til lukku með brautina krossarar.  Kíkið á krossarasíðunna. 

Höfn 425

Höfn 434

Höfn 437

Höfn 432 
Höfn 450

Höfn 452