05.05.2008 22:33

Bílaskoðun byrjaði í dag hér á Hólmavík.




Eg fylgdist með þremur bílum seinnipartin í dag þegar eigendur þeirra komu með þá til skoðunnar í færanlegu stöðinni hjá Frumherja. Og einn af þeim eins og myndirnar sína vel var Helgi Ingimundarsson. Skoðunarmaðurinn fann ekkert að bílnum nema að hann mengaði alltof mikið, og bíllinn fékk grænan miða, endurskoðun takk. Hann bað Helga að skipta um kerti og smurolíu og koma svo með bílinn aftur til skoðunnar. Eg var og er mikið gáttaður á svona vinnubrögðum skoðunarmannsíns. Of mikil mengun á bílum snýst ekkert um neinn öryggisþátt. Sum sé bíllinn hans Helga var í toppstandi þó að hann hefði verið ennþá á nagladekkum. Svona vinnubrögð kann eg ekki að meta hjá þessum skoðunarmanni, það eina sem hann hefði mátt segja Helga að gefa rösklega í og hreinsa þannig vélina og bíllin í 100% lagi og þá með gulan og glansandi 09 miða staðin fyrir grænan 08 miða sem var límdur ranglega á bílinn.