14.07.2008 22:56

Byggingar, umferðar og skiplagsnefnd ályktaði 11 júní um vörubílaplan við höfnina.

Júlí 2008 716 
Júlí 2008 721

Júlí 2008 717

Byggingar, umferðar og skipulagsnefnd hefur falið starfsmönnum áhaldarhússins að kanna möguleika á því hvort það sé hægt að útbúa vörubílaplan við vigtina uppaf bryggjunni? Svæðið í kringum vigtina er nú eins flestir vita nánast ekki neitt, þannig að það hljóta allir að sjá það að það svæði sem starfsmönnum áhaldahússins er falið að kanna fyrir stórar vörubifreiðar til athafna og geymslu og væntanlega líka umlestunar er nánast ekki neitt og ónothæft nema með landfyllingu út í höfnina er með öllu að mínum dómi út í hött.
Eins og staðan er í dag koma tveir staðir til álita sem framtíðar geymslu og umlestunarstaðir svo sem á gámum er í fyrsta lagi staðurinn beint á móti Orkubúinu ágætlega stór lóð og vel aðgengileg fyrir stórar vörubifreiðar, og í öðrulagi er staðurinn frá verkstæðishúsi Sverris Lýðssonar og að móts við Fyllingarhússins þar sem allt virðist vera allt út um allt. Þessi staður er ekki síðri til geymslu og umlestunar en fyrrnefndi staðurinn. Það er bara tímaspursmál ekki hvort heldur hvenær að eigendum á öllum stórum bifreiðum sem eru yfir 5 tonn verði gert að fara úr íbúabyggð og á þann stað sem er og verður fyrir utan þá staði sem íbúar eru. Þannig að sveitarstjórn Strandabyggðar er skilt að skaffa aðstöðu (plan) fyrir stórar bifreiðar. Og þá skiptir ekki máli þó að fyrirtæki sé með rekstur innan Kálfaneslækjar. Skeiði er sá staður sem Sveitarstjórn Strandabyggðar á að láta gera vörubíla plan fyrir þá sem þurfa á slíku að halda. Hér er fundargerðin.