15.07.2008 23:07

Nú um níuleitið í kvöld skrapp ég uppá Tröllatunguheiði eða nánar uppundir svonemt Skeiði og smelti nokkrum myndum af framkvæmdum sem eru nú í Arnkötludal. Í stuttu máli er verið að gera skurði við væntanlegt vegastæði í dalnum og er sú framkvæmd komin sýnist mér nálagt Rönkufossi, eða á móts við Skeiði á Tröllatunguheiðinni. Í framhjáhlaupi vegna myndar og umfjöllunar Vegagerðarinnar í níasta blaði framkvæmdafrétta VG er vegagerðin ennþá að tönglast á að vegurinn um Gautsdal og Arnkötludal heiti Tröllatunguvegur. Þetta væri og er svipað og Reykjavík héti Kópavogur en ekki Reykjavík, þvílík er vitleysan hjá þessu VG liði, öllu er snúið á haus.  En sum sé svona var staðan nú rétt áðan.

Júlí 2008 728

Júlí 2008 723 

Júlí 2008 724 
Júlí 2008 726