18.07.2008 22:51

KK - Snjósöfnunar hönnuðar meistari Vegagerðarinnar frá upphafi.

Sú vegagerð sem er verið að gera við Bassastaði í Steingrímsfirði um þessar mundir er að mörgu leiti stór furðuleg. Ef síðuskoðendur og þeir sem þekkja til á þessum slóðum hugsi örlítið til þeirra ára sem snjóaði sem gerði það að verkum að vegurinn á þessum slóðum lokaðist nánast í fyrstu snjóum. Að fara með vegin undir mesta snjóaholtið sem fyrirfinnst á þessum slóðum og það að sprengja hann niður um nokkra metra er með öllu óskiljanlegt, og er ekkert annað en að framleiða mikin snjó. Ég tel mig vita hvar snjóar og hvar ekki snjóar. Hönnuður á þessum vegi er eins og flestir vita KK eða Kristján Kristjánsson yfir vegahönnuður Vegagerðarinnar á þessu svæði, eða oftast kallaður KK- Hlykkur vegna þess að hann hannar alla vegi í óskiljanlegum hlykkjum. Ég sem ómenntaður sveitapjakkur hef í mörg ár ásamt fleirum sem hafa komið nálægt vegagerð verið að fetta fingur út í hönnunaraðferðir KK yfirhönnuðar Vegagerðarinnar með lítilli hrifningu hans og annarra starfsmanna Vegagerðarinnar. En í stuttu máli með hönnun á þessum vegi sem fer um Bassastaðarbekkina er með öllu óskiljanlegt. Eins og myndirnar sína nokkuð vel fer nýji vegurinn á næsta holt fyrir neðan núverandi veg og það holt er sprengt niður um nokkra metra sem segir manni það að í fyrstu snjóum fer þessi nýji vegur á bólakaf í snjó. Þessi nýji vegur verður mikill farartálmi eins og hann á að vera í náinni framtíð. Ef vegurinn hefði verið lagður á næsta holt fyrir neðan þetta holt sem hann á að vera hefði hann að öllum líkindum sloppið við allan snjó. En það þýðir ekkert að ræða við dómarann á þessum sviðum, dómurinn er fallin KK og Vegagerðinni í óhag. Þessi vegaagerð um Bekkina er með öllu óskiljanleg. Takk fyrir.
Júlí 2008 817 
Júlí 2008 793

Júlí 2008 795 Júlí 2008 788

Júlí 2008 798