25.07.2008 22:54

Netalögguþjófar voru hér að ræna selunganetum landeiganda á Ströndum í gær.

Júlí 2008 1099

Það er helvíti hart að eiga von á því að þjófar laganaverðir komi á Strandir á Landcruser með tuðru í togi þá í umboði og heimild laganavarða á Ströndum og Sýslumanns steli löglega lögðum selunganetum án þess að spurja hvort hann (löggan) megi koma inn á hans landareign. Hvaðan eru fyrirmælin komin? eru þaug komin frá laganavörðum sem eru hér á Hólmavík og Sýslumanni/konu sem er hér um stuntdarsakir? veit ég ekkert um, en það getur ekki verið djöfullin hafi það að heimalöggurnar fái aðkomulöggu með tuðru á kostnað Sýslumannsembættinsins hér á Hólmavík til að taka svona skít verk að sér. Það hefur verið fremur rólegt í þessum neta málum síðustu ár eftir að Ríkharður Másson Sýslumaður fór héðan til Sauðarkróks. Ég hef sjálfur ekkert lagt net í landi mínu til margra ára en fyrst að netalöggu óhræsið er komið á stjá aftur er ég til neyddur til að leggja selunganet á þeim stað sem móðir mín lagði í meira en 40 ár. Þannig að ef netalöggan reynir að hreifa við mínum löglegu lögðu eigum til margra ára ef ekki tuga, þá verður netalöggan tekin löglega á teppið, ekki það teppi sem flestir þekkja sem er mjúkt og notalegt. Það er mikil skömm hjá þessum netalöggum að vaða yfir lönd landeiganda á þennan hátt. Ég sjálfur frá fyrri tíð hef kinst þessu mikla og skringilega fyrirbæri netalögga. Hvað er netalögga? .  Netalögga er fyrirbæri sem vill láta bera á sér á slöngubát - flugvél og kemur svo akandi á Landcruser inní land/lönd landeiganda sem eiga sýn eignarlönd á löglegan hátt. Ef ég man rétt þá má leggja selunganet frá kl 12.00 á þriðjudegi til kl 12.00 á föstudegi og að netin verði ekki nær ám en 1200 metra miðað við stórstreimsfjöru. Hér og með tilkynni ég netalöggunni það að innan fárra daga mun ég leggja selunganet á þeim stað sem móðir mín lagði net til margra ára án þess að spyrja þessa vitringa sem vaða yfir eignarlönd manna án þess að spyrja svo sem um leifi. Hér og með mun ég skamma þá sem framkvæma svona aðgerð og koma sér hér með í ónáð á þeim stöðum sem þeir eiga að vera í nánu samvinnu við sem eru íbúar þess staðar sem þeir búa og starfa hjá. Virðum landareign annara, og vöðum ekki yfir þá með skítugum skónum eins og hefur verið gert af hálfu netalöggunnar nú og fyrri ára.