26.07.2008 22:41

Gengið á Kaldbakshorn á Ströndum í rjóma blíðu í dag.

Ég lét verða af því sem ég hef ætlað að vera búin að gera til margra ára að fara uppá Kaldbakshorn sem er hér rétt norðan okkur. Ég ákvað í hádeginu í dag að láta slag standa og framkvæma þessa göngu sem ég sé ekki eftir, þó að gangan hafi verið talsvert erfiðari en ég reiknaði með. En ég lagði upp frá gömlu brúnni í Asparvíkurdalnum og rölti svo upp hvern hjallann á eftir öðrum. Brattinn er talsverður upp frá brúnni og reyndar er talsverður bratti alla leiðina uppá sjálft Kaldbakshornið. Kaldbakshornið sjálft er 508 metra hátt og þar er víðsýnt í góðu skigni eins og var í dag. Að öllu jöfnu má reikna með því að sú leið sem ég fór uppá hornið taki í það minnsta 5 til 6 tíma fram og til baka. En ég á eftir að fara uppá Kaldbakshornið á vélfák á belti sem er ekki hlaupið að gera vegna stórra steina sem eru á þröngu hafti sunnanmegin við sjálft hornið. En við sjáum til hvernig landið mun liggja í náunni framtíð hvað varðar snjóalög á þessum slóðum. En sum sé það er þess virði að fara uppá hornið og sjá það sem það hefur uppá að bjóða.       Fleiri myndir eru inná NONNANUM.

Júlí 2008 1220 
Júlí 2008 1235 

Júlí 2008 1245

Júlí 2008 1274