07.02.2010 04:12

Er Sveitarstjórn Strandabyggðar að lækka jarðarverð um 90% vegna fyrirhugaðar sölu á Nauteyri?




                 
Samkvæmt vef Strandabyggðar frá 19 og 26 janúar síðastliðin, er komið kauptilboð í jörðina Nauteyri á Langadalsströnd í Ísafjarðardjúpi upp á 15 milljónir.
1998 var jörðin metin á 150 til 180 milljónir, þannig ef Strandabyggð tekur þessu tilboði Gunnvararmanna í Hnífsdal þá er í það minsta 90% lækkun um að ræða ef rétt reynist.
Í stuttu máli þetta. Ef Strandabyggð selur þessa gæða jörð á smá klink aura eða á 15 milljónir þá er Strandabyggð að verðfalla allar jarðir í Strandabyggð um 90%.
Hvað er hægt að kaupa fyrir 15 milljónir, smá dæmi. Ný 130 - 150 hestafla dráttavél með ámoksturstækjum kostar á bilinu 12 til 18 milljónir, svipað og 2010 árgerð af Landcruser 200 típa og frekar lélegt einbýlishús á Hólmavík.

Það væri glapræði ef Sveitarstjórnarmenn Strandabyggðar 4 af 5 mundu samþykkja þessa sölu til gróðrarpunga þessara útgerðarmanna sem vilja fá allt fyrir ekki neitt. Þessi fyrirhugaða sala á jörðinni Nauteyri fyrir þessar 15 milljóna krónu upphæð má ekki fara fram. Það er miklu betra að bíða með sölu á Nauteyri en að færa þessum aðilum jörðina á  gullfati. Fasteignarsalinn sem sér um þessa sölu sagði tíðindarmanni að það væri mikil hætta á því að ef? þessi sala færi fram á 15 milljónir þá mundi það skapa fordæmi um markaðsverð á jörðum í Strandabyggð og víðar á Vestfjörðum, sem er graf alvarlegt mál. Í guðana bænum hættið við að hugsa um að selja Nauteyri á 15 milljónir, það bara kemur ekki til greina.

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 sími 550-3000 er með til sölu jörðina Nauteyri landnúmer 141632 , 141633, 141634, 186661, 186672, 199787 Strandabyggð.


Jörð og kirkjustaður á Langadalsströnd, við innanvert Ísafjarðardjúp. Nauteyrin er útkirkjustaður frá Vatnsfirði. Kirkjan þar var reist árið 1885 er sóknarkirkjan var flutt til Nauteyrar frá Kirkjubóli í Langadal þar sem hún hefur staðið öldum saman. Kirkjan er timburkirkja, bárujárnsklædd. Hún var endurvígð1986 eftir milklar viðgerðir. Er hún veglegt guðshús og tekur á annað hundrað manns í sæti. Á Nauteyri er nú starfrækt fiskeldistöð. Þar er heitt vatn í jörðu. Nauteyri liggur norð-vestan við Djúpið séð af Steingrímsfjarðarheiði og horfir landið allt mót suðri og suð austri. Ekið er að landi Nauteyrar til vesturs af veginum til Ísafjarðar, yfir brú á Hvannadalsá, um land Rauðamýrar. Jörðin á nánast allt land frá fjöruborði milli Þverár og Hafnardalsár allt til vatnaskila á Ófeigsfjarðarheiði. Þar er nokkur fjöldi stöðuvatna, sum þeirra allstór, m.a. Skúfnavötn og Mávavötn. Landslag inndjúpsins einkennist af grónum, kjarri vöxnum dölum og lágum hálsum með mikið morknu bergi. Láglendið er mikið gróið allt til fjallsins. Frá Nauteyri blasir við óheft útsýni til Langadals og Hvannadals og djúpið liggur fyrir landi jarðarinnar. Gegnt Nauteyri liggur Reykjafjarðarháls, Reykjafjörður, Reykjanes og kirkjustaðurinn Vatnsfjörður. Með ströndinni liggja miklar leirur sem myndast hafa við ósa Langadalsár og Hvannadálsár. Geysilegt fulgalíf er þarna nánast allt árið en etv. mest að sjá á haustin þegar Grágæsin flokkast hundruðum saman út á leirurnar á útfirinu. Jörðin býður nánast ótæmandi möguleika til hverskonar uppbyggingar; frístundaiðju eða ferðamennsku. Gífurlegt landflæmi, óþrjótandi vatn í ám og vötnum og stórbrotin náttúrufegurð gera Nauteyri eina eftirsóknarverðustu jarðeign á Vestfjörðum. Landmikil áhugaverð jörð í fögru umhverfi. Landstærð áætluð um 5500 ha. Óskað er eftir tilboðum í jörðina. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Sjá einnig www.fasteignamidstodin.is tilv.nr 10-1513


http://fasteignir.webed.is/109945/32f4710ba0c9812920fa5c2f517c4280.jpg
                                        Arngerðareyri.

Á þessum sama fasteignasöluvef er til sölu ónýtt hús í landi Arngerðareyrar á litlar 15 milljónir, sama verð og eitt stykki jörð hinu megin við ána í sama sveitarfélagi en er áætluð 5.500 hektara af stærð sem nær norður á Ófeigsfjarðarheiði fyrir utan allt annað, þá er ég að tala um Nauteyri, ekki ónýta húsið á Arngerðareyri á 15 millur.
 
Svona lítur auglýsingin út í rituðu máli hjá Fasteignarmiðstöðinni.

Er með til sölu íbúðarhús úr landi Arngerðareyrar í Ísafjarðadjúpi . Um er að ræða gamalt mjög sérstakt íbúðarhús sem byggt er í kastalastíl, svipuðum og einkennir nokkrar byggingar í Reykjavík. Húsið hefur verið bykkt af miklum metnaði og stórhug og er þess vegna verðugt hús til endurbyggingar. Húsið þarfnast mikilla lagfæringar. Ekki hefur verið mörkuð lóð umhverfis húsið en gert er ráð fyrir u.þ.b. hálfum hektara. Mikil náttúrufegurð er á þessum slóðum. Stutt í flugvöll og höfn. Eign sem vert er að skoða.



Skoðið þennan tengil, viðtal við Magnús Leópoldsson sölumann fasteigna V I Ð T A L.