19.02.2010 05:45

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur fjallað um skiptingu/úthlutun Byggðakvótans fyrir 2009/2010



Úr fundargerð Sveitastjórnar Strandabyggðar frá 9 febrúar 2010.

Erindi frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010. Már Ólafsson vék af fundi. Borist hefur erindi frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu dags. 31. janúar 2010 um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010 þar sem greint er frá því að 100 þorskígildistonn komi í hlut Strandabyggðar. Varaoddviti lagði til að skipting byggðakvótans verði 75% samkvæmt lönduðum afla en 25% skipt jafnt og sótt verði um undanþágu frá 4.gr. reglugerðar nr. 82 um að við úthlutun skuli ekkert fiskiskip hljóti meira en 15 þorskígildislestir og frá 6.gr. reglugerðar nr. 82 um löndun til vinnslu. Jón Stefánsson gerði breytingatillögu þess efnis að skipting verði 100% samkvæmt lönduðum afla og að útgerðum verði gert skylt að leigja til sín jafn mikinn kvóta og þeir fá í úthlutaðan byggðakvóta. Var breytingartillagan borin undir atkvæði og var hún felld með þremur greiddum atkvæðum en einn greiddi atkvæði með tillögunni. Þá var tillaga varaoddvita borin undir atkvæði og var hún samþykkt með þremur greiddum atkvæðum en einn greiddi atkvæði á móti. Már Ólafsson kom aftur inn á fundinn.  Tilvitnun líkur.

Hvað finnst ykkur almennt um hvernig eigi að úthluta og eða skipta þeim 100 tonnum sem Strandabyggð hefur fengið til úthlutunar á byggðakvótanum til þeirra báta sem eru hér í Strandabyggð. Get ég tildæmis ef ég ætti bát sem hefur lítið sem ekkert fiskað árið 2009 og ekkert þar á undan að fá úthlutaðan byggðakvóta? miðað við veiðitölur 2009? eða á sá sem hefur veitt mest 2009 og líka árin þar á undan að fá mest úthlutaðan byggðakvóta? eða ætti Sveitastjórn Strandabyggðar að deila þessum 100 tonnum jafnt á alla báta sem hafa lagt upp allan sinn afla á bryggjuna á Hólmavík. Gaman væri að fá svör og vangaveltur um þennan umdeilda byggðakvóta sem alltaf er rifist út af á hverju ári.