17.10.2010 05:16

Ökuritar í Vörubifreiðum og rútum er gott mál, ætti að vera í öllum bílum,hvíldarlögin eru slæm


Mér voru sendir nú á dögunum tveir tenglar annar inn á Pressan.is þar er fjallað um hvíldartíma Vörubifreiðarstjóra og hinn tengillin er inn á Dóm Hæstaréttar  vegna kæru Vegagerðarinnar  fyrir umferðarlagabrot með því að hafa sem ökumaður vörubifreiðar margoft brotið gegn reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna.  Ég sem fyrrum vörubifreiðarstjóri bæði í Vegagerð og líka í vöruflutningum vítt og breitt um landið tel mig þekkja þennan málaflokk nokkuð vel.

Svo nefnd  Kjaftakelling  (ÖKURITAR) sem eru í öllum Vörubifreiðum og rútum til fjölda ára eru mörgum ökumönnum mein illa við þetta tæki, sem sumir kalla njósnatæki af verstu gerð, þar ríkir stóribróðir með höfuð og herðar yfir alla þessa atvinnu stétt sem segjast vera hund eltir af eftirlitsmönnum Vegagerðarinnar og Lögreglu. En hvíldartími ökumanna hefur verið mikið umdeilanlegur og verður það áfram þó að hvíldartími lengist örlítið frá og með 30 október og til 15 apríl 2011. Fyrir mína parta hef ég aldrei fattað það að hvers vegna mega ekki Vöruflutningabifreiðarstjórar og rútustjórar  ekki aka meira en að mig minnir 8 tíma á dag en verður frá og með 30 október 9 tímar á dag til 15 apríl. Þetta er algjör skömm og hneisa hjá reglugerðarliðinu að samþykkja þessa þvælu frá Brussel. Og takið eftir þessu að LEIGUBÍLSTJÓRAR mega aka dag og nótt og engin segir neitt víð því, og sömuleiðis má almenningur aka draug sofandi án þess að reglugerðarliðið og ekki heldur Vegagerðarlöggan og almenn lögregla heldur sömuleiðis kjafti, enda vantar þeim eitt stykki reglugerð frá Brusselveldinu til að geta látið verkin tala sambandi við að fylgjast með almenningi, en það kemur að því innan tíðar, verið viss um það.

Um miðja vikuna heyrði ég í fréttum að það stæði til að allir þeir sem eru með meirapróf og rútupróf og hefðu atvinnu af því að keyra vörubíla og rútur mundu þurfa  á FIMM ára fresti  fara á upprifjunar námskeið svo að þeir mættu stunda þessa vinnu, og að hvert námskeið mundi kosta 150 til 200 þúsund, og enn og aftur sleppa leigubílstjórar við svona þvinganir. Stjórnvöld og Alþingi (Alþingismenn og konur) á Alþingi eiga ekki að láta Brusselveldið valta yfir sig. Þó að komi tilskipun frá Brussel þá eiga stjórnvöld EKKI kokgleypa hvaða vitleysu sem er sem kemur frá þessu reglugerðarrugli sem þessi óþvera klúbbur er og hefur aldrei gert eitt eða neitt gott fyrir Ísland. ESB nei takk, Ísland hefur ekkert að gera inn í þennan óþvera klúbb.

Og í lokin þetta. Það er ein önnur stétt en Vörubifreiðarstjórar og Rútukallar sem þurfa fara á ákveðnum tímum í læknisskoðun og tékkun á reglugerðum og kunnáttu og færni, það eru flugmenn það þekki ég sjálfur af eigin raun. Einkaflugmaður verður að fara í tékkun og læknisskoðun og færni tékk  einu sinni á ári, og atvinnuflugmenn verða að fara í tékkun og  í færni tékk læknisskoðun á sex mánaða fresti.  Þessi regla er búin að vera í marga áratugi fyrir þessa flugmannastétt.  Það er kannski ekki rétt að bera saman flugmenn og atvinnubifreiðarstjóra  eða hvað kannski þó, veit ekki. Þó að atvinnubifreiðarstéttin sé dýr sem hún er þá er flugmannastéttin miklu dýrari á allan hátt.  Skoðun ykkar sem lesið þetta er vel þeginn, og ekki er verra að Vörubifreiðarstjórar og rútuökuþórar leggi orð í belg sem varðar ofanritað.