17.01.2012 19:59

Ég varð að redda mér sjálfur til að komast niður og upp úr Sléttuvíkinni vegna fljúgandi hálku í dag









Í morgun. Strandapósturinn tók með sér talsvert magn af sandi úr fjörunni á Hrófbergi í morgun og sandaði S brekkuna niður í Sléttuvíkina á Nesströndunni vegna þess að Vegagerðin hvorki sandaði né saltaði hvað þá heflaði klakann af veginum frá Drangsnesi og til Bjarnarfjarðar hvað þá yfir Bassastaðarháls sem ætti ekki að vera friðaður af hálfu Vegagerðarinnar. Það skal tekið fram að ef Vegagerðin mundi aflétta friðunnar áráttu sinni þá yrði það sparnaður fyrir hana (Vegagerðina) að fara yfir hálsinn staðin fyrir að fara til baka sömu leið þá er það 27 km lengra en að fara styðstu leið yfir Bassastaðarhálsinn.