28.04.2012 20:37

Vegurinn utanvert við Guðlaugsvík og til Prestbakka er stórhættulega sleipur v/ Vegagerðarinnar









Ég hélt það að Vegagerðin væri hætt að mjókka vegina með þeim skelfilegu afleiðingum að moldardrullan fer upp á vegin og gerir hann nánast ófæran vegna drullu hálku. Þessi drullu hálka eins og þarna er ef einkvað er mun verri en blautt svell á vetrarlagi. En það ætti að vera löngu búið að banna svona skemmdarverk á vegum eins og þarna hefur verið gert, hvað þá að mjókka vegina og gera þá mun óöruggari en var áður. Svona verk kallast mínus verk og óhæfuverk í kladda Vegagerðarinnar.