21.08.2012 23:59

Fyrrum vinsæla Hólmavíkurhljómsveitin Þyrlarnir (Þyrlaflokkurinn) koma saman á Réttarballi.




Hljómsveitin Þyrlarnir eða bara sem kallaði sig síðar Þyrlaflokkurinn sem starfaði frá um 1970 og til 1984 eða svo hafa ákveðið að koma saman á ný og spila á réttarballi á Laugarhóli Í Bjarnarfirði 22 september næstkomandi.

Það verða flestir fyrrum meðlimir sveitarinnar með í för að sögn eins meðlima sveitarinnar Gunnlaugs Bjarnarsonar Strandveiðisjómanns og prestakalls og gamansagnarmanns með meiru, og það má nefna líka að Gunnar Jóhannsson athafnarmaður og Hveravíkurbóndi og reiðhestakall og líka Grímseyjareiganda hinn nýi  ásamt mörgum öðrum verður með í för og líka verður Leifur Hauksson útvarps og sjónvarpsmaður og líka Bakkabúi í Bjarnarfirði svona af og til og líka verður Guðmundur Jóhannsson burt fluttur Hólmvíkingur og söngfugl góður og síðast en ekki síst er Rut Bjarnadóttir Hólmvíkingur og Svíþjóðarbúi og húseigandi á Kópnesbrautinni sem ætlar að mæta á svæðið og þenja sína rödd, og svo hefur hljómborðsleikarinn og söngfuglinn stórgóði Stefán Jónsson ruslakall hér á Hólmavík og granni minn góður bæst í þennan föngulega hóp.

En þegar þetta er ritað rétt fyrir tólf á miðnætti 21 ágúst 2012 er ekki alveg á tæru með trommara sveitarinnar hver hann verður Ingimundarson eða Ragnarsson eða einhver annar kemur bara allt í ljós þegar nær dregur réttarballsins.

En það verður örugglega gaman hjá þeim að koma saman og halda alvöru sveitaréttarball eins og þau voru best á Laugarhóli og víðar á Ströndum og á landi voru á síðustu öldinni sem kemur aldrei aftur sem er hrikalega slæm og rugluð þróun á flestan hátt. Þá er bara að fara gera ballskóna klára og mæta á réttarballið á Laugarhóli 22 september næstkomandi.