02.01.2021 17:07

02.01 2021 - Laugardagsrúntur til Djúpuvíkur.Og á heimleiðinni gat ég ekki annað en að smella einni mynd af Kaldbakshorninu sem er alltaf fallegt.    


23.12.2020 20:14

Loksins get ég sett inn myndir hér á minni síðu, nýjar stillingar komu mér á óvart

                                                    Nokkrar myndir síðustu daga.  
 
09.12.2020 19:50

Einar Jónsson, dannebrogsmaður frá Kollafjarðarnesi. Karl Gauti Hjaltason sendi mér þennan pistil.Karl Gauti Hjaltason fyrrum Sýslumaður hér á Hólmavík 1996 og nú alþingismaður sendi mér þennan pistil.

Fyrir mörgum árum, þegar ég leysti af sem sýslumaður í Strandasýslu 1996 fór ég í kirkjugarðinn að Felli í Kollafirði til að leita að gröf forföður míns, Einars Jónssonar, sem lengst af bjó í Kollafjarðarnesi. Fyrir tilviljun rákust við á smíðajárnið, sem lá í háu grasinu í kirkjugarðinum og reistum legsteininn við, eins og sjá má á myndinni. Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi skrifar um Einar frænda sinn í bókinni Gamlar glæður og kemur fram í þeim þáttum hvernig Einar braust úr sárri fátækt til þess að verða héraðshöfðingi á Kollafjarðarnesi. Ævi Einars er athyglisverð á marga vegu, en líklega er vegleg gjöf hans til fátækra og gjafabréfið sem fylgdi það óvenjulegasta. Með gjöfinni sýndi Einar veglyndi sitt og orðheldni. Einar fæddist 9. júlí 1754 og dó í hárri elli 6. desember 1845 og reistu synir hans honum legstein úr smíðajárni með eftirfarandi áletrun:
HJER ER LEIDDUR ALDINN MÆRINGUR
EINAR JÓNSSON FÆDDUR 9. JÚLÍ 1754 ANDAÐUR 6. DESEMBER 1845 DANNEBROGSMAÐUR 1815 FYRRI KONA HANS RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR 1778 FÆDDI HONUM EINA DÓTTUR
SÍÐARI KONA ÞÓRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR 26. NÓVEMBER 1809 ÁTTU SAMAN SEX BÖRN SÁ VAR ÞURFENDA ÞRAUTAVINUR, HOLLUR, HUGSPAKUR, HEPPINN Í RÁÐUM, HJERAÐSHEFÐ OG STYRKUR, HEIÐUR BÆNDA. SÁ VAR NÝTMENNI, ER NÁUNGANS GAGNI SINTI JAFNFRAMT SÍNU EIGIN, OG AUÐMAÐUR, ÁN OFMETNAÐAR.

Einar braust úr sárri fátækt í álnir og gerðist stórbóndi í Strandasýslu á 18. og 19. öld. Einar var snemma atorkusamur og hneigður fyrir búsýslu og var staðráðinn í að sigla til annarra landa og komst það svo langt að hann var búinn að fá far með skipi, en þegar hann var ferðbúinn og ætlaði að fara á bak hesti sínum, sá hann að móðir hans grét, - það þoldi hann ekki, hætti við ferðina og fór aldrei. Þegar Einar kom að Kollafjarðarnesi urpu nokkrar æðarkollur í hólma einum. Óx varpið svo mikið í höndum þeirra hjóna að þau fengu síðar 100 pund af dún úr hólmanum.
Fyrri kona Einars var Ragnheiður Jónsdóttir, ættuð úr Skagafirði, seinni kona var Þórdís Guðmundsdóttur (f. um 1777, d. 31. júlí 1861). Byrjuðu þau búskap sinn að Klúku og búslóð þeirra var öðru megin á hesti, en hinum megin var barnsvagga með barni í. Þar voru þau í tvö ár en hrökkluðust þaðan nauðug og þá gaf Einar hið fræga loforð sitt. Ragnheiður var skörungur mikill og hjálpfús við alla þá, sem áttu bágt. Ef þau urðu þess vör, að barn væri einhversstaðar haft útundan, tóku þau það til sín og ólu upp. Árið 1800 eru á heimili þeirra fjögur tökubörn 2-11 ára. Ragnheiður kona Einars lést 30. sept. 1806. Þórdís Guðmundsdóttir var komin undir þrítugt og hafði lengi verið vinnukona á Kleifum. Nótt eina dreymdi hana að til hennar kæmi ókunnugur maður og segði við hana: "Láttu ekki liggja illa á þér. Kaupið er Kollafjarðarnes" Hún gerðist þjónustustúlka hjá Einari og varð síðan seinni kona hans. Þegar þau giftust 1809 var Þórdís 23 árum yngri. Faðir Einars var Jón Brynjólfsson hreppstjóri í Tungusveit og bóndi í Miðdalsgröf og Heydalsá. Móðir hans var Þuríður Ólafsdóttir systir Eggerts í Hergilsey. Þau áttu mörg börn og var systir Einars Valgerður langamma Guðbjargar Jónsdóttur í Broddanesi sem skrifaði Gamlar glæður 1943.
Börn Einars voru Ásgeir, alþingismaður og bóndi á Kollafjarðarnesi og síðar á Þingeyrum í Húnavatnssýslu, Magnús bóndi á Hvilft í Önundarfirði, Guðmundur bóndi á Kleifum, Torfi alþingismaður og bóndi á Kleifum, Jón bóndi og skipstjóri á Sveinseyri við Dýrafjörð og Ragnheiður kona Sakaríasar bónda á Heydalsá og móðir Guðlaugar konu Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal. Einar fékk lærðan mann til að kenna sonum sínum, en óþarfi þótti honum það, þegar Ragnheiður dóttir hans vildi líka fá að læra.
Með gjafabréfi 20. maí 1818 gaf Einar jörðina Gróustaði í Geiradal í Barðastrandasýslu til fátækra bænda sem urðu fyrir áföllum. Gjafabréfið hófst með orðunum "Efndanna er vant, þá heitið er gert". Árið 1780 hafði hann, þá bláfátækur leiguliði á jörð sem hann varð að yfirgefa, gefið það heit að ef hann eignaðist tvær tilnefndar jarðir í Tungusveit, myndi hann gefa aðra þeirra til fátækra. Þetta heit efndi hann, þótt hann hafi ekki eignast þessar tilgreindu jarðir. Einar áskildi að ráðvandir, frómlyndir fátæklingar njóti hagnaðar af gjöfinni. Fráskildir hlunnindum þessum séu vanþrifa búendur, innfluttir í hreppinn og þeir innfæddir, sem ekkert duglegt aðhafast eða eyða því, sem þeim bætist, til að kaupa tóbak og annan óþarfa. Ásgeir tók við búi af föður sínum vorið 1838. Einar andaðist í hárri elli, 91. árs í Kollafjarðarnesi, en Þórdís dó 31. júlí 1861 á Þingeyrum. Frá þeim er allmikill ættbálkur kominn. Einar var sæmdur dannebrogsorðunni 1815.


08.12.2020 23:42

Afmælismynd dagsins 08.12 - 2020.                                        

Góðu vinir nær og fjær ég er dolfallin yfir þeim afmæliskveðjum og þeim fjölda kveðja sem kallinn frá Hrófbergi er búin að fá í dag og líka í gær og líka í fyrradag bara smá findið. Þannig ég get ekki annað en verið ánægður og stoltur af öllum þeim sem ég þekki eða þéir mig í gegnum netmiðla. Og ég reyni að halda minni för áfram sem ég hef gert nánast allt mitt líf að vera úti í náttúrunni til sjávar og sveita til hæðstu fjalla og að mynda það sem augað sér hverju sinni í gennum myndaugað. Í sumar sem leið var meiningin að halda ljósmyndasýningu hér á Hólmavík en það datt uppyfir en ég reyni að gera það á vormánuðum 2021 ef guð lofar og verður þá um sölu sýningu að ræða. Að halda ljósmyndasýningu er afar dýrt dæmi og ef einhver vill koma að þessari sýningu með einum eða öðrum hætti þá er það vel þegið. En enn og aftur góðar þakkir fyrir mig að muna eftir Strandakallinum á Covit tímum. 
Njótið framtíðarinnar......   
 
 
 

05.12.2020 17:06

Blessuð sólin skín nú frekar í stuttan tíma og er afar rauðleit en útkoman er flott

                           Flottur dagur.  Borgarvörðuröllt í sólinni í dag.28.11.2020 15:07

Hrófberg 28.11 2020

Í dag kíkti ég við á minni frábæru jörð Hrófbergi og spjallaði við eigandan sem er að gera góða hluti á hólnum góða. Afar skemmtileg skoðunarferð og frábært á öllum sviðum...... 

28.11.2020 14:53

Jói Níll Kálfanesi.....

 
Þessi skemmtilegi maður Jóhann Níelsson (jói níll) sem bjó í mörg ár í Kálfanesi síðar á Hólmavík. En þessi magnaði maður hafði svo gaman að stríða bróður sínum Jóni Níelssyni sem bjó í Staðardal Kirkjubóli og síðar á Vegarmótum. En þetta vóru magnaðir bræður en mjög ólíkir....   
 

27.11.2020 19:17

Minningar um þennan dag 27/11 1986....


27.11 1986. 
Fyrir 34 árum þegar Vestfirðirnir fylltust af rjúpu. 1986 þegar 15 Október fyrsti í rjúpu kom upp á dagartalið var haldið til veiða og gerði það alla daga ef veður leifði það. Þetta haust 1986 var nú ekkert þannig mikið af rjúpu maður fékk oftast um frá 10 til 20 stk á dag sem manni þótti þá bara ágætt en í Nóvember gerði vonsku veður í marga daga og landið var nánast komið á kaf í fönn og í þá daga var ekki í tísku að fara til rjúpna á bílum snjósleðum eða fjórhjólum sem reindar vóru ekki til á þeim tíma. En seinni hluta Nóvember 1986 gerði blind bil í marga daga en þegar birti upp 27 Nóvember 1986 fór ég á stjá á mínum Zetor frá Hrófbergi í kaf ófærð fram Staðardalin og fór fram undir Kleppustaði og var með kíkir og sá svo sem enga rjúpu en í bakaleiðinni við Víðivelli sá ég það sem sára fáir hafa séð, í túninu á Víðivöllum vóru heilu breiðurnar af rjúpu hvert sem litið var og ég var bara með eins skota rússa sem gerði sitt en þegar hlaupið fór að hitna þá fór ég ekki að hitta vel vegna þess að hlaupið var bara rauð glóandi og varð að setja hlaupið af og til í snjóin til að kæla hlaupið. En í stuttu máli var Strandakallin bara í Nokia með rússan sem vopn og varð skotalaus rétt fyrir mirkur, skotbeltið var með 52 skot og var með 5 magnúm skot nr 1 ef maður mundi sjá ref, en þarna var engin refur en túnið fullt af rjúpu en þennan dag 27 1986 fékk ég 127 rjúpur og varð skotalaus og refaskotin vóru líka notuð reindar voru þaug notuð á löngu færi og maður reindi að fá sem flestar í einu skoti, en þessi dagur verður mér alltaf minnisstæður, en næsta dag 28 Nóvember 1986 fékk ég 72 rjúpur í svonefmdri Stakkamýri sem er utanvert við Ósána og í marga daga fékk um 50 stk á dag. Það vita það margir að þetta árið 1986 var talsvert mikið af rjúpu á Vestfjörðum og ég ásamt nokkrum öðrum hér vestra vórum að fá nokkur hundruð rjúpur á pr mann en þetta vóru bara nokkrir kallar sem vóru á veiðum sem kom sér vel fyrir budduna og við höfðum bara ágætis tekjur af þessari rjúpnaveiði og það var mikil eftirspurn eftir eftir rjúpunni frá hótelum og verslunum og eftirspurnin var mikil og verðið var afar gott. En núna er öldin önnur engin má eitt eða neitt og í gamla daga vóru þetta bara nokkrir kallar að fá ca um 5000 þúsund rjúpur hér vestra en núna eru hér tugir manna á alskonar farartækjum og með margskota byssur og þefa hunda til að finna bráðina og líka að ná í hana sem ég tel engan veiðiskap og kalla sig Sportveiðimenn og rakka okkur niður sem við hér vestra þurftum að fá sallt í grautin en í staðin vórum við kallaðir magnveiðimenn og líka umhverfissóðar. En í lokin þetta á þessum magnaða degi 27 Nóvember 2020 er ekkert að ske á neinum sviðum, sviðin jörð lítið sem engin rjúpa en talsvert magn á svotöldum sportveiðimönnum en ekki bara nokkrir kallar sem í dag eru kominir vel við aldur en samt ekki dauðir úr öllum æðum en samt getum við veitt ennþá en þá kemur orðið Sölubann einungis á rjúpu er algjört stórt bull, en margir eru að selja gæsir - endur - svartfugl og skarfa og klárlega fleiri tegendur sem stenst engan bókstaf öfgasinna. Þá vitið þið þetta sem er bara smá upprifjun manns sem var atvinnumaður á rjúpu en 27/11 1986 gleymist mér seint úr minni - aldrei. 
Njótið helgarinnar...

09.11.2020 20:47

Breytingar við fjörðin fagra eins og einhver sagði allt er breytingum háð.
Ég segi eins og Ófeigsfjarðarjarlin nú verða flestir munaðarlausir hér vestra enda er maður búin að vera heimagangur hjá Brandi og Lilju allan þann tíma sem ég er búin að vera Landspóstur og hef í það minnsta komið við hjá þeim sem skiptir mörg hundrumum ef ekki þúsundum og oftast verið boðið stórfenglegar veitingar og alltaf spjallað um allan fjandan en þeim verður sárt saknað en ég vil þakka þeim fyrir allt það og ekki sýst þegar vegir vóru má segja ófærir og póstræfillin kol fastur í blind byl á Bjarnarfjarðarhálsi eða í Bekkjunum og þá var bjallað í Bassa nr 1 og hann kom og reddaði kallinum með góðum drætti. Og enn og aftur ég þakka fyrir mig það sem snýr að ykkur góðu traustu vinir. En mér líka hlakkar til að kynnast nýja eigandanum af Bassastöðum sem er þegar komin í fallegasta fjörð Íslands Steingrímsfjörðin. Vertu velkomin Bjorn Hroarsson....