Færslur: 2007 Apríl
30.04.2007 23:12
Stjórnmálafundur var haldin á Cafe Riis í kvöld.
Herdís Þórðardóttir, Engilbert Ingvarsson sem varð áttræður 28 apríl síðastliðin og Einar Kr.Guðfinnsson ráðherra.
Daði Guðjónsson og Már Ólafsson útgerðarjöfrar.
29.04.2007 21:56
Sjóferð með GB þjónustunni.
29.04.2007 00:20
Sleðaferð í bongó blíðu.
26.04.2007 23:18
Vegagerðin í vorverkunum.
Í gær og í dag hefur veghefill frá Vegagerðinni verið að hefla veginn um Selströnd og Bjarnarfjörð sem var ekki vanþörf á. Vegirnir hér á Ströndum hafa verið vægast sagt allsvakalegir af stærðarins holum og drulluslepju sem gerir það að verkum að farartækin hristast í sundur og verða ónýt miklu fyrr en ef vegirnir hafa verið byggðir upp og sett á þá bundið slitlag. En nú er sumarið sennilega næstum því komið eða hvað. Í dag var nánast logn og hiti vel yfir 12 gráðurnar og góð veðurspá næstu dagana.
Heflað við Bæina einn tvo og þrjá.
Heflað rétt sunnanmegin við Urriðaána.
Dóri Jóns alltaf flottur.
25.04.2007 19:26
Höndlaðu hamingjuna á hamingjudögum á Hólmavík.
24.04.2007 21:45
Kálfanesbændur byggja sér slot á hólnum.
Nú eru smiðir á vegum væntanlegra óðalsbænda sem eiga Kálfanesið að reisa sér hús á hólnum, rétt austan megin við gömlu fjárhúsin sem Jóhann Níelsson (jói níll) hafði sitt fé í á síðustu öld. Það eru myndarhjónin Atli Atlason fyrrum innkaupastjóri hjá Ksh og Ragnheiður Guðmundsdóttir sem standa í þessum stórræðum. Og ef eg hef tekið rétt eftir í vetur þegar eg hitti Atla þá skilst mér að þau hjón ætli sér að flytja einhvertíman á næstunni til Strandasvæðisins og auðvitað verður Kálfanesbóndinn með kindur, geitur og örugglega hreindýr í samvinnu við aðra landeigendur og Skotvís. En síðasta línan var auðvitað hugdetta síðustjórans. En flott hjá þeim hjónum.
23.04.2007 21:32
Eru skoðanakannanir skoðanabindandi?
22.04.2007 22:17
Veit einhver um X B fundinn sem var í gær.
Eg spyr, veit einhver um þann fund sem X B frambjóðendur héldu á Cafe Riis í gær klukkan 11.00 á staðartíma Framsóknarmanna. Eg hef ekki séð á neinum bloggvefnum svo sem minnst á þennan fund frammaranna. Eg skil það vel að engin nenni að fara á fund hjá þeim sem segir aldrei eitt eða neitt, einungis sé stefnt að fara í einhverjar framkvæmdir. Aldrei er minnst á hvaða framkvæmd. Framsóknarmenn voru allir sem einn á móti vegalagningu um Arnkötlu og Gautsdali ásamt kommunum sem vilja aldrei gera eitt eða neitt. Og þessi hrikalega og einnota ruslahaugaauglýsing sem við landsmenn höfum þurft að þola á skjánum í alltof marga daga með formanni leiðindaflokksins X B Jón Sigurðsson Iðnaðarráðherra sem fáir þekkja nema þá að hroka, er að predika í sjónvarpinu sí og æ um ekkert handbremsustopp. Sjáanlega er maðurinn einhvað bilaður og flest allir hans x b félagar sem láta manninn komast upp með það að vera bara einn í þessari leiðindar auglýsingu sem á einvörðungu að fara rakleiðis beint á haugana, þar sem hun á heima. En fór einhver á fundin með X B liðinu á laugardagin var á Cafe Riis.
21.04.2007 23:22
Allt klappað og klárt.
Í gær var skrifað undir samning annarsvegar við Ingileif Jónsson verktaka sem tekur að sér að gera veg um Arnkötludal og Gautsdal og hinsvegar við þá undirverktaka sem hann hefur samið við sem eru Fossvélar á Selfossi, Suðurverk og Borgarverk sem munu aðstoða Ingileif við vegagerð um þessa fallegu fyrrnefndu dali.
Eg sem áhugamaður um þessa framkvæmd til margra ára er mjög sáttur hvernig staðið er að þessum útboðsmálum. Ingileifur Jónsson verktaki er engin nýgræðingur í þessum verktakabransa. Hann hefur verið verktaki til margra ára og faðir hans var verktaki alllengi. Og ekki má gleyma bróðir hans Gísla Gunnars Jónssonar torfærukappa (kókurmjólk) sem hefur verið og er enn albesti torfærukappi Íslands til margra ára, og er enn. Og eg veit það að Ingileifur Jónsson verktaki ætlar sér að vera búin að gera veginn um Arnkötludal og Gautsdal fyrir 1 september 2008 þá fær verktakinn 20 millur aukabónus ef? honum tekst það. Til hamingju vestfirðingar og ekki síst þakka eg þingmönnum norðvesturskjördæmis þeim Sturlu Böðvarssyni, Einari Kr.Guðfinnssyni og Einari Oddi Kristjánssyni sem hafa staðið sem óhaggaður klettur með þessa ákvörðun. Þökk sé þeim.
17.04.2007 22:39
Olíuhreinsistöð á Strandirnar.
En ef þetta er allt satt og rétt sem þessir höfðingjar segja sem fjölmiðlarnir töluðu við, ráðamenn og þann mann sem var talað við í Kastljósþætti í fyrradag Ólaf Egilsson sennilega sendiherra? þá væri albesta lausnin að hafa þessa olíuhreinsistöð skammt frá Gjögri í Árneshreppi þar sem nægt er landrými til allra átta ásamt því að aðdjúpt er við Gjögurbryggjuna og lítið mál að gera góða höfn þar, og þar er líka góður flugvöllur. Og líka það að rafmagn er skammt undan Gjögri með virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, plús öllu því sem fylgir svona batteríi. Nýr vegur norður í Árneshrepp á næstu 3 til 8 árum væri algjör demantur fyrir allar Strandirnar og Vestfirðinga í heild.
En til vara væri hægt að reisa þessa olíustöð á Bjarnarnesi á Selströnd þar sem landrými er örugglega alveg nægt fyrir svona starfssemi. Gerum meira en tölum um svona hugmynd, komum Ströndunum á Íslandskortið. Tími Strandanna er að skella á.
Gjögur svæðið í allri sinni mynd.
Gjögurflugvöllur og Reykjarneshyrnan í baksýn.
Varðan á Bæjarfellinu. Bjarnarnes í baksýn og Húnaflóinn.
16.04.2007 22:36
Skotveiðifélag Íslands ætlar að útrýma mink.
15.04.2007 15:17
Frjálslyndur þingmaður fór á toppinn í gær.
Nánar Hér.
14.04.2007 22:05
Lóan er kominn.
Um miðjan dag í dag heyrði eg dauft dhi dhi og nokkru síðar kom dirrin dí og mörg dirrin dí. Blessuð heiðlóan er sum sé komin á Strandir. Og lóan kom svo sannarlega með vorið til Stranda í dag. Veður hér á Strandaslóðum í dag og nú í kvöld er yndislegt, logn er núna þegar þetta er ritað og ágætur hiti, miðað við það að það er tæplega komin miður apríl, þökk sé lóunni.
12.04.2007 22:30
Gamli vegurinn inn með Borgum.
Eg hef undanfarið ef veður er þannig að hægt sé að vera úti vegna stórrigningar, slyddu eða snjókomu, farið í nokkrar gönguferðir inn með Borgum (gamla vegin) innað ósnum við Ós. Þessi gönguleið er mjög góð bæði hvað varðar lengd og hvað gamli vegurinn er þéttur og nokkuð góður til göngu. Þegar vorið er að bresta á þá hvet eg flesta til að ganga þessa skemmtilegu leið, sem tekur rúman klukkutíma fram og til baka.
Og eimmitt núna undir kvöldið þegar eg var að koma til baka þá voru hávellurnar skarfarnir og lómarnir/himbrimarnir og fjöldin af allskonar fuglum að syngja sinn vorboða söng, og það ófalst. Þannig af svona fjöldasöng er eg hrifin að.
Hér eru nokkrar myndir frá gönguferðinni nú áðan.
10.04.2007 22:49
Listaverkin birtist á marga vegu.
Fegurðin í Kollafirði í dag var engu lík. Og mannannaverk sjómannsins á Borgabrautinni skartaði sínu fegurstu hliðum líka í dag.
09.04.2007 18:01
Fagnámskeið á Hólmavík
Fagnámskeiðin eru fyrir fólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu og er hvert þeirra rúmlega 60 kennslustundir. Þau eru kennd með fjárstyrk og samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fagnámskeiðin gefa einingar í framhaldsskólum.
Heilbrigðisstofnunin Hólmavík og Verkalýðsfélag Vestfirðinga áttu frumkvæði á náminu og fólu Fræðslumiðstöð Vestfjarða sjá um framkvæmdina.
Dagleg umsjón var á höndum Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur, sem er tengiliður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum. Fjölmargir komu að kennslunni.
Meðfylgjandi mynd er af útskriftarhópnum.
Fremsta röð frá vinstri. Kristín Sigmundsdóttir, Ingibjörg R.Valdimarsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir, Finnfríður Pétursdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir. Efri röð frá vinstri. Brynja Guðlaugsdóttir,Birna K.Þorsteinsdóttir, Sædís Eiríksdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Auður Höskuldsdóttir, Linda Guðbrandsdóttir. Og aftast eru frá vinstri Röfn Friðriksdóttir og Hersilía Þórðardóttir.Heimild fræðslumiðstöð Vestfjarða,
06.04.2007 16:54
Hrikaleg bílvelta í minni Lágadals.
05.04.2007 23:52
Furðufréttir í útvarpi og sjónvarpi.
Umhverfisráðuneytið er að gera rannsóknir á minknum með það fyrir augum að útrýma honum á Snæfellsnesi og á Eyjafjarðarsvæðinu, fyrir litlar 160 milljónir. Reyndar var eg búin að heyra að þessi vitleysa stæði til hjá ráðuneytinu og Umhverfisstofnun þó í sér í lagi gæðingurinn á þeim bænum sem ræður þar, Áki nokkur veiðistjóri. En eg fer ekki nánar út í þá sálma. En eg tel þetta gæluverkefni á algjörum villigötum.Og heyrt hef eg að stórveiðimaðurinn á Bassastöðum Guðbrandur Sverrisson Bassi hafi verið í talsverðum bréfa og síma viðtölum við veiðistjórann, ásamt fleirum svo sem Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði.Og mér þætti gaman að fá að vita það hvað ráðuneytið og Umhverfisstofnum hefðu áætlað hvað myndi minkskvikindið kosta dautt.Svona lagað gera einungis fáfræðingar. Það voru einmitt þessi sömu fáfræðingar sem veiddu tugir minka og settu á þá sendir og slepptu þeim síðan og svo voru aðrir sem skutu þá og sendi svo hræin af þeim til fáfræðinganna til rannsóknar. Hvað fór þá minkurinn langt á tímabilinu?
Nánar þessu tengt hér mbl.is og skessuhorn.is
04.04.2007 23:05
Myndir var það heillinn.
Heklan á fartinni við Broddanes í dag
Snjósleði á vatnasvæði Steingrímsfjarðarheiðarinnar seinnipartin í dag.
Flottur garður á Drangsnesi.
Gamalt og gott fyrir neðan barðið.
Gamli Skeljungur einn og yfirgefin. En gatan vísar veginn.
Flott skal það vera hjá Sævari Ben.
Orkubúsmenn að störfum á bökkum Fellsár.
03.04.2007 22:31
Var hasar á Hólmavík?
Seinni partinn í dag hringdi maður að sunnan í mig og spurði mig út í frétt sem hann sá á bb.is. Sunnanmaðurinn spurði mig hvort eg vissi hver þetta væri sem fréttin á bb.is fjallaði um. Eg sagði honum að eg vissi ekki eitt eða neitt um þetta mál, nema það að eg sá umræddan bíl á ferðinni um þetta leiti, og bíllinn hefði gefið talsverðan indijánareyk í umræddri ökuferð.
En svona gerast hlutirnir, maður veit ekki allt þó að eg hefði staðið á tröppunum við Pósthúsið þegar reykháfurinn fór framhjá. Fréttaritari vefsíðu Hólmavíkur kveikti ekki einu sinni á því hvort einhvað væri það sem má ekki gjöra, sem varðaði þessa reykmisturs Hafnarbrautarferð kappanns.
Heimild.bb.is
Lögreglu tókst með snarræði að hindra árekstur við fólksflutningabifreið.
Ökumaður ók um Hólmavík á númerslausri fólksflutningabifreið á föstudag og skeytti hann engu um stöðvunarmerki lögreglu. Hætta skapaðist þegar reynt var að hefta för mannsins en lögreglumanni tókst með snarræði að koma í veg fyrir árekstur við rútuna. Eftir að bifreiðin hafði verið stöðvuð lokaði ökumaðurinn sig inni í bifreiðinni og hótaði lögreglumanninum líkamsmeiðingum ef lögregla hyrfi ekki af vettvangi. Maðurinn komst síðan inn á heimili sitt skammt frá þeim stað þar sem hann stöðvaði rútuna. Grunur leikur á að maðurinn hafi ekki verið með ökuréttindi til aksturs bifreiðar af þessari stærð. Mál þetta er í rannsókn hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
02.04.2007 22:49
Spaugstofan og þjóðsöngurinn á tvöföldum hraða.
Síðustu 2 laugardagar hjá Spaugstofunni hafa verið sérlega góðir. Sá fyrri sem fór í loftið 24 mars var lítið frábrugðin öðrum snilldarspaugarþáttum þeirra félaga nema að þeir kumpánar fluttu friðað lag samkvæmt lagana bókstaf, Þjóðsöngin. Laganabókstafurinn er í þá veru þannig að það má ekki breyta eða bjaga á neinn hátt texta né lagi, ef það er gert varðar það lög, og jafnvel fangelsi.Spaugstofumenn gerðu annan texta við lagið og snéru honum uppá Alcan álverið í Hafnarfirði, og þessi flutningur breytti ekki lagi né hraða Þjóðsöngsins á neinn hátt, einungis var um nýjan texta um að ræða. Að tala um að kæra Spaugstofuna fyrir þetta skemmtilega skop er afar kjánalegt.En ekkert er talað um kærur þegar Þjóðsöngurinn er fluttur á tvöföldum hraða áður en fótboltaleikir byrja. Það er ekki nokkur leið að láta Þjóðsöngstextan falla vel við lagið á þessum mikla ólöglega hraða,sem örugglega varðar miklu fremur við laganarbókstaf en það sem Spaugstafan gerði 24 mars síðastliðinn, sem var frábær.Og síðasti Spaugaraþátturinn var líka talsvert kirkjurækin sem er gott og gerir ekkert annað en að gleðja líkama og sálartetur á okkur Íslendingum.Ekki veitir af að hressa svolítið uppá landann.
01.04.2007 12:57
1 apríl 2007.
Góðu vefskoðendur,ný bloggsíða er komin í loftið og verður bloggað af og til en þó ekki endilega á hverjum degi.
ÁBENDING. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar. Ég áskil mér allan rétt að fjarlægja komment og einnig þá sem fara yfir mörkin hér.
Þessi www.123.is/holmavik/ bloggsíða er fyrst og fremst ætluð þeim sem vilja koma á framfæri upplýsingum svo sem um einhvað sem er væntanlegt.
Skoðanaskipti eru auðvitað leyfð en með ofangreindum skiliðrum.
En fylgist með og takið þátt í umræðunni.
- 1