Færslur: 2010 Nóvember
30.11.2010 06:20
Það mætti kalla þessa póstkassa sem eru á Heydalsá,Gísla,Eyrík og Helga sem stara alltaf til sjávar
30.11.2010 06:18
Viðgerðarliðið frá Orkubúinu var að störfum við þennan ljósastaur við Hólmavíkurveg í dag.
30.11.2010 06:16
Hann er farinn að jóla smá þessi ungi drengur sem var með jólasveinahúfuna á Hafnarbrautinni í dag
30.11.2010 06:11
Nýlega var ráðin nýr innkaupastjóri hjá KSH sem kemur að sunnan, sjö sóttu um, tekur við 1 feb 2011
29.11.2010 06:04
Kíkti í dag norður í Goðdal, þar var fólk sem hefur verið þar yfir helgina , sennilega úti að leika
28.11.2010 04:35
Báturinn Fönix ST 84 var á flakki í dag, en hvert var förinni heitið veit ég ekkert um.
28.11.2010 04:29
Stjórnlagaþingskosningar voru í dag, dræm þátttaka, í Strandabyggð eru 376 á kjörskrá.
28.11.2010 04:05
Fór til fjalla og vatna + dala í flottu veðri.En útkoman var ekki góð fyrir mig, 0 dagur, súrt
26.11.2010 06:08
Alveg kjaft STOPP.Vegagerðin að bera ofaní vegin í Bjarnafirði.Balarnir heflaðir,datt VR á höfuðið
25.11.2010 04:03
Þiðriksvallarvatn og sól og blíða í fallegu umhverfi í dag.
'
24.11.2010 06:37
Hugmyndafundur á vegum Sveitarstjórnar Strandabyggðar var haldin í kvöld, í það minsta góð hugmynd.
FLEIRI MYNDIR FRÁ FUNDINUM ER Á NONNANUM.
23.11.2010 05:49
Í hádeginu í dag voru nokkrir hvalir fyrir innan Bassastaði, tegund veit ég ekki hver er.
23.11.2010 05:43
Nú áðan náði ég slarkfærum myndum af Tunglinu og líka á örmyndband sem er hér í myndböndum
Nú áðan náði ég slarkfærum myndum af Tunglinu og líka á örmyndband sem er hér í myndböndum
23.11.2010 05:39
Himininn í vestrinu á milli 4 og 5 í dag vari skrautlegur á að líta.Myndirnar eru teknar við Hrófá
23.11.2010 05:37
Gamli Bassastaðarbærinn hefur verið endurbyggður. Í morgun var tunglið ekki langt undan eða?
23.11.2010 05:34
Morgunroðin er ávalt mikið augnayndi. Í morgun, myndin er tekin frá Grænanesi í Steingrímsfirði
22.11.2010 04:58
Bruni var á bænum Fögrubrekku í Hrútafirði í gær, vélageymsla brann, samkvæmt vef hvt.123.is
20.11.2010 06:29
Fallegur rauðlitaður himin og sjór, flott samspil náttúrunnar.
20.11.2010 06:26
Hvammstangarútan og ökumaður hennar í afslöppun, er að bíða að klukkan verði 17.15 - brottför.
20.11.2010 06:17
Tunglið í nærmynd um fimmleitið í dimmingunni í frekar lélegum birtuskilirðum.
19.11.2010 04:39
Hafnarbraut 22 á Hólmavík verði gert klárt sem verkstæði, en verði svo rifið eftir nokkur ár eða ?
Var að skoða sveitarstjórnarfund Strandabyggðar sem var 16 nóvember - Strandabyggð, - þar kemur fram meðal annars að eigandi að Hafnarbraut 22 vilji opna bifreiðarverkstæði á lóð Hafnarbrautar 22 ef öllum tilskildum leifum sé fullnægt (Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um þessa starfsemi að Hafnarbraut 22 að því tilskyldu að öllum reglum og leyfum sé fullnægt, þ.m.t. varðandi brunavarnir. Sveitarstjórn vill einnig taka fram að í drögum að aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 er gert ráð fyrir að húsið að Hafnarbraut 22 verði fjarlægt. )
Ja há að gera húsið upp fyrir bifreiðarverkstæði og rífa það svo eftir nokkur ár? Ég skil þetta nú ekki alveg. Það væri mikklu nær hjá sveitarstjórn Strandabyggðar að kaupa þennan hjall og legga svo götu þar sem húsið er núna. Það er deginum ljósara að eigandin fer ekki að gera hjallin upp til nokkra ára ef það eii að rífa það svo eftir ör fá ár, þar að segja ef einhvað er að marka þá fundargerð sem hér að framan greinir.
19.11.2010 04:24
Ég hef ekki við að svara þó mest kjellingum sem vilja kaupa af tálgaranum H.Þ. en hringa oft í mig.
Síðuskoðendur þið eigið að hringja í þennan mann, ef ykkur vantar fugla, hann er tálgarinn af fuglunum og heitir Hafþór Þórhallsson, ég tek bara myndir af honum og fuglunum hans.
18.11.2010 05:01
Í dag og er enn þegar þetta er sett inn bölvaður vindasperringur eins og myndirnar sína.
Myndirnar teknar á Gálmaströnd.