Færslur: 2010 Nóvember
04.11.2010 10:52
Geirmundarstaðarverslunarstjórinn er flottur sölumaður og sagnarmaður í nía pakkhúsi KSH.
Flottur kallin við tölvuna.
Vignir líttu við sagði verslunarbóndinn Hjörtur Þór.
04.11.2010 03:51
Sjómannsbræðurnir Friðgeir og Halldór á Grímsey ST 2 voru að kanna sjólag í morgun út af Bjarnanesi
04.11.2010 03:31
Vetur er að hellast yfir vora þjóð enda er komin nóvember. Myndir upp af Grænanesi og Stakkanesi
03.11.2010 06:34
Umferðaróhapp varð í gær við Skriðuland í Saurbæ þegar skólarútan frá Hólmavík fauk á hliðina.
Skólarútan sem er frá Hólmavík var að koma úr viðgerð sunnan heiða og var á leiðinni til Hólmavíkur þegar hún fauk út af veginum við Skriðuland í Saurbæ. Einhver minniháttar meiðsli var á ökumanni en farþegi sem var með í för slapp með skrekkinn, en sjúkrabíll frá Búðardal kom á vettvang og fór með þau til skoðunar hjá lækni syðra.
Myndir. Kristján Garðarsson sem kenndur er við Miðhús í Kollafirði.
02.11.2010 20:43
Nú er brostin á vetur með bölvuðum óþverraskap og leiðindum, norðan vindar og snjór.
02.11.2010 20:36
Póstbíllin frá Ísafirði kom ekki hingað til Hólmavíkur með póst vegna óveðurs. Skíta veður.
Svona var skyggnið við Selkollusund á Bassastaðarhálsi um háls eitt leitið í dag, bylur.