Færslur: 2011 Apríl
20.04.2011 04:46
Bændablaðið 20 apríl 2011. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps áliktar:
Rannsóknir verði gerðar vegna flutnings hreindýra á svæðið.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Reykhólahrepps tók áfundi sínum í liðinni viku öðru sinni til afgreiðslu erindi Eiríks Kristjánssonar varðandi flutning hreindýra til Vestfjarða.
Á fundinum var bókað að nefndin samþykki að beina því til Umhverfisstofnunar að gerð verði rannsókn á gróður- og veðurfari á Vestfjörðum í tengslum við flutning á hreindýrum á svæðið með tilliti til gróðurverndunar og einnig smithættu á milli hreindýra og sauðfjár. Þessi bókun nefndarinnar, sem er frábrugðin fyrri bókun hennar um sama erindi, verður tekin til afgreiðslu á fundi hreppsnefndar í dag, fimmtudag. Eiríkur sendi erindið fyrst til hreppsnefndar í byrjun janúar á þessu ári og vísaði hún því til umhverfisog náttúruverndar til efnislegrar umfjöllunar. Sú nefnd tók málið fyrir í febrúar og var þá bókað að hún fagnaði hugmyndum um atvinnuskapandi möguleika í Reykhólahreppi og á Vestfjörðum öllum. "Til að flutningur hreindýra á milli landshluta geti komið til þurfa að koma til lagabreytingar og samþykkt landeigenda á landsvæðinu. Nefndin telur að hvort tveggja sé ansi langsótt. Erindi frá Vesturbyggð sama efnis er nú þegar hjá Umhverfisstofnun og er vert að bíða niðurstöðu þess," segir í bókun nefndarinnar frá því fyrr í vetur.
Hætta á óbætanlegu tjóni verði hreindýr flutt á Vestfirði Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar og nágrennis telur að hugmynd um flutning á hreindýrum til Vestfjarða sé ekki ásættanleg með tilliti til sauðfjársjúkdóma. Bréf frá nefndinni var kynnt á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í síðustu viku. Jafnframt telur nefndin að hugmyndin sé ótæk með öllu án undangenginna gróður- og veðurfarsrannsókna þegar litið er til þarfa og velferðar dýranna og gróðurverndar svæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið öllum sveitarstjórnum á Vestfjörðum sem ábending um þá "gríðarlegu áhættu sem tekin væri með flutningi hreindýra til Vestfjarða". Rásgjörn og víðförul og þeim halda engar girðingar Í bréfinu segir jafnframt: "Vitað er að hreindýr geta tekið ýmsa sauðfjársjúkdóma, má þar m.a. nefna garnaveiki, en einnig er líklegt að hreindýr geti borið riðu ásamt öðrum smitsjúkdómum. Með tilliti til þess hve rásgjörn og víðförul hreindýr eru ásamt því að girðingar, þar með taldar sauðfjárveikivarnarlínur, halda þeim ekki, er ljóst að hætta er á að óbætanlegt tjón gæti hlotist af flutningi þessara dýra á Vestfirði." Enn fremur segir: "Vestfirðir eru lausir við alla alvarlega smitsjúkdóma í sauðfé, sem skiptir miklu máli fyrir landið í heild. Hingað er leitað þegar niðurskurður af völdum riðu hefur farið fram og leita þarf eftir nýjum fjárstofni, auk þess sem gríðarlega mikið af gripum er sótt á Vestfirði til kynbóta í öllum landshlutum. Þessu megum við ekki kasta frá okkur í fljótræði."
Meiri umræða af sama toga er frá 7 apríl síðastliðin hér á síðunni http://holmavik.123.is/blog/record/515777/
20.04.2011 04:44
Nú er komið rafmagn í sumarhúsið hjá Árna og Kristínu sem er í Skeljavík, gott hjá þeim.
20.04.2011 04:41
Balafjöllin - Kaldbakur - Skrælingur og Lambatindur á Ströndum. Myndir teknar í dag frá Broddadalsá.
20.04.2011 04:39
Kvað eru þessi bretti að gera þarna í þessum snotra skógarreit uppaf skólanum.
20.04.2011 04:36
Myndir teknar frá og við gamla vatnstankinn okkar sem verður og er mikil ferla Hólmavíkur.
20.04.2011 04:31
Samkvæmt pöntun refaskyttunnar að taka myndir af þessum ágæta stað og hana nú.
19.04.2011 04:40
Guðjón Oddsson Þorpum ætlar að gera upp þennan gamla herbíl HANOMAC á næstu mánuðum
19.04.2011 04:36
Refa og minkaskyttan Bassinn á Bassastöðum og hans hjálparkokkar við Miðdalsána í dag
19.04.2011 04:29
Bæirnir Bær og aftur Bær á felllegum degi eins og var í dag.
18.04.2011 05:43
Vegahelvítið frá Bakkagerði um Bjarnarfjörð og yfir Bassastaðarháls er hreint og sagt skelfilegt
18.04.2011 05:40
Hilmismenn á ST einum voru í aðgerð í snjókomunni sem var í dag á Ströndum, vorið hvað
18.04.2011 05:38
Þessa skemmtilegu mynd af Ríkisstjóranum og formanni framsóknar var mér sendi í dag, flott
18.04.2011 05:29
Í Kollafirði í dag var hópur af þreyttum Heiðlóum sem greinilega voru nýlega komnar til landsins
17.04.2011 05:26
Haukurinn var að koma með salt fyrir Vegagerðina í dag sem á að fara á vegina á Ströndum nú í ár
17.04.2011 05:15
Í dag tók ég út reiðskjótan eftir vetrardvalann og hann virkaði bara vel, reiðskjótaferðir framundan
15.04.2011 04:02
Tónleikar Gylfa, Megasar, Rúnars Þórs og Jón Ólafssonar í Bragganum á Hólmavík 14 apríl 2011
15.04.2011 03:57
Þessar ungu og glæsilegu tónlystarsystur hituðu upp fyrir Bakkabræðurna í Bragganum í gær.
15.04.2011 03:54
Æðurin á Nesströndinni og á mörgum stöðum öðrum er í stórum hjörðum um þessar mundir.
15.04.2011 03:52
Í morgun náði ég þessum einstöku myndum af Hreindýri (hornum) sem eru komin til Stranda norðurs
14.04.2011 02:18
Veghefill Vegagerðarinnar að störfum á malargötum Hólmavíkur í dag.
14.04.2011 01:58
Grímsey á Steingrímsfirði ásamt bát sem er að öllum líkindum af Eyjarfjarðarsvæðinu sýnist mér
Myndir frekar óskírar vegna fjarlægðar.
13.04.2011 07:17
Í morgun rak talsvert magn af Loðnu á land inn við Hrófberg í Steingrímsfirði, veisla hjá fuglunum
Mikið æti er í ósnum og öllum firðinum eins og sést er talsvert á fugli á stóru hlaðborði.