Færslur: 2011 Júní

23.06.2011 21:17

Þá er rúm vika í að Hamingjudagar Strandabyggðar bresti á með miklum gleði látum,fjölbreitt dagskráDagskrá Hamingjudaga 2011

Hér fyrir neðan gefur að líta dagskrá Hamingjudaga árið 2011. Athugið að þegar þetta er skrifað (22. júní) geta enn einhverjar breytingar orðið á dagskránni. Endanleg dagskrá mun liggja fyrir föstudaginn 24. júní og verður þá send út í föstu formi til allra Strandamanna og annarra góðra nágranna.

Hamingjan sanna verður á Hólmavík 28. júní til 3. júlí. Ekki láta þig vanta!


Þriðjudagur 28. júní

Kl. 19:00-22:00 - Námskeið í hláturjóga í Félagsheimilinu. Stjórnandi er Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari. Verð kr. 2.900.- Hentar fyrir 14 ára og uppúr, skráning í tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 8-941-941. Hámark 25 manns.  

Miðvikudagur 29. júní

Kl. 21:00-23:00 - Pub Quiz í Pakkhúsinu á Café Riis.  Stjórnandi og spyrill er valkyrjan og vitringurinn Halla Sigríður Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd.

 Fimmtudagur 30. júní

Kl. 19:00-21:00 - Hinn landsþekkti hamingjufrömuður Ásdís Olsen með opna vinnustofu í Félagsheimilinu. Ókeypis aðgangur að fjölmörgum frábærum leiðum sem hjálpa fólki að finna og höndla hamingjuna. Ekki missa af þessu!

Kl. 21:00-22:30 - Svavar Knútur með tónleika í Hólmavíkurkirkju. Flutt verða lög af plötunni Amma. Aðgangseyrir kr. 1.500.-, ókeypis fyrir 0-16 ára og allar ömmur fá knús frá tónlistarmanninum. Yndislegur tónlistarviðburður fyrir alla aldurshópa.

Kl. 22:30-01:00 - Open Mic á Café Riis. Míkrafónn og gítarmagnari fyrir hverja þá sem vilja spila tónlist, segja brandara, opna sig eða tala um þjóðmálin. Barinn opinn.

Föstudagur 1. júlí

Á föstudegi opna þrjár listsýningar sem verða síðan opnar yfir helgina. Nákvæmar tímasetningar um opnunartíma verða settar inn um leið og þær liggja fyrir. Sýningarnar eru þessar:

1) Mósaikverkasýning og vinnnustofa Ernu Bjarkar Antonsdóttur á neðstu hæð Þróunarsetursins.
2) Samsýning feðginanna Valgerðar Elfarsdóttur og Elfars Þórðarsonar á mósaik- og málverkum í Ráðaleysi.    
3) Ljósmyndasýningin "Una" eftir Tinnu Hrund Kristinsdóttur Schram í Hólmakaffi.

Kl. 10:00-12:00 og 13:00-18:00 - Tómas Ponzi teiknar portrettmyndir á 20 mín. inni á Kaffi Galdri. Einstakt tækifæri til að fá fallega mynd af sér á aðeins 1.200 kr.

Kl. 11:00-13:00 og 14:30-18:30 - Spámiðillinn Hrönn Friðriksdóttur með einkatíma á Höfðagötu 7 (gengið inn niðri). 15 eða 30 mín. tímar, pantanir í síma 861-2505. Fyrstir panta, fyrstir fá!

Kl. 18.00-21:00 - Fjölbreytt fiskréttahlaðborð á Café Riis.

Kl. 20:00-21:00 - Einleikurinn "Skjaldbakan" eftir Smára Gunnarsson í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar frumsýndur í Bragganum. Aðgangseyrir kr. 1.500. Ekki missa af þessum einstaka viðburði!

Kl. 20:00-21:20 - Furðufataball með sápukúluívafi fyrir börn, unglinga og fullorðin börn í Félagsheimilinu. DJ Darri sýnir allar sínar bestu hliðar á græjunum.

Kl. 21:30-23:00 - Kvöldvaka á Klifstúni:
                         Tónleikar með hljómsveitinni Pollapönk
                         Sveitarstjórnarfundur með hamingjuívafi og óvæntum snúningi
                         Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri með ávarp
                         Brekkusöngur og tunnueldur - ungstirnið Bjarki Einarsson spilar rútubílasöngva

Kl. 23:00-03:00 - Tvíeykið Bjarni og Stebbi halda uppi fjörinu á Café Riis fram á rauða nótt. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000.- Aldurstakmark 18 ár.

Laugardagur 2. júlí

Kl. 10:00-11:00 - Gönguferð um Hólmavík undir leiðsögn Kristínar S. Einarsdóttur svæðisleiðsögumanns. Lagt upp frá Félagsheimilinu og gengið inn Hafnarbraut og síðan um gamla bæinn á Hólmavík. Gangan er við hæfi allra aldurshópa.

Kl. 10:00-12:00 - Töfra-, tilrauna-, origami og flugdrekasmiðjur fyrir börn og unglinga í Íþróttamiðstöðinni undir stjórn Jóns Víðis Jakobssonar og Björns Finnssonar. Ókeypis aðgangur - ekki missa af þessu!  

Kl. 10:00-12:00 - Hinn landsþekkti hamingjufrömuður Ásdís Olsen með opna vinnustofu í Félagsheimilinu. Ókeypis aðgangur að fjölmörgum frábærum leiðum sem hjálpa fólki að finna og höndla hamingjuna. Ekki missa af þessu!

Kl. 10:00-12:00 og 13:00-18:00 - Tómas Ponzi teiknar portrettmyndir á 20 mín. inni á Kaffi Galdri. Einstakt tækifæri til að fá fallega mynd af sér á aðeins 1.200 kr.  

Kl. 11:00-12:00 - Einleikurinn "Skjaldbakan" með Smára Gunnarssyni í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar sýndur  í Bragganum. Aðgangseyrir kr. 1.500, miðapantanir í s. 867-3164.    

Kl. 11:00-13:00 og 14:30-18:30 - Hrönn Friðriksdóttir spámiðill með einkatíma á Höfðagötu 7 og 14:30-18:30 (gengið inn niðri). 15 og 30 mín. tímar, pantanir í síma 861-2505. Fyrstir panta, fyrstir fá!

Kl. 13:00-17:00 - Hamingjuhringiða í gamla bænum á Hólmavík. Sölubásar í Fiskmarkaði, Lions-rækjur, blöðrufígúrur, fullt af nammi og matvöru í boði. Andlitsmálning fyrir ungu kynslóðina. Töframaður kíkir á hátíðar-svæðið og fullt fleira að gerast!  

Kl. 13:00-14:00 - Kassabílarallý á Höfðagötu, utan við Þróunarsetrið. Hverjir verða fljótastir í ár?

Kl. 14:00-15:00 - Leikhópurinn Lotta sýnir Mjallhvíti og dvergana sjö á Klifstúni. Ekki missa af þessu.

Kl. 15:00-16:00 - Trommumeistarinn Karl Ágúst Úlfsson stjórnar trommuhring og samfélagsflæði á túninu við Galdrasýninguna. Trumbur á svæðinu - komdu og taktu þátt!

Kl. 15:00-17:00 - Strandahestar mæta á svæðið, teymt undir börnum á hátíðarsvæðinu. Tilvalið tækifæri til að bregða sér á bak!

Kl. 15:00-17:00 - Þjóðfræðistofa stjórnar leikjum, mæting við hliðina á Bragganum. Börn og fullorðnir fara saman í gömlu góðu leikina.  

Kl. 16:00 - Lagt upp í Hamingjuhlaupið frá Gröf í Bitrufirði, hlauparar mæti stundvíslega á svæðið. Hægt er að taka þátt í hlaupinu á ýmsum tímapunktum, sjá nánar á tímatöflu. Einnig er tilvalið að mæta á staði skv. tímatöflu og hvetja hlauparana til dáða. Hlaupið til Hólmavíkur, alls 35,5 km.

Kl. 18:00-20:00 - "Maturinn hennar mömmu" á Café Riis. Lambalæri, kótilettur, plokkfiskur, svikihéri og margt fleira gómsætt í boði.  

Kl. 20:00 - Skrautlegar skrúðgöngur hverfanna mætast á hátíðarsvæðinu við Fiskmarkaðinn stundvíslega kl. 20:00. Gulir, rauðir, appelsínugulir og bláir hverfissöngvar sungnir. Gleðin við völd og hnallþórur á borðum - en bannað að byrja fyrr en hlauparar í Hamingjuhlaupinu mæta á svæðið.

Kl. 20:25 - Hlauparar í Hamingjuhlaupinu mæta á hátíðarsvæðið.

Kl. 20:30-22:15 - Hnallþóruhlaðborð og Hamingjutónar:        
                         Ókeypis hnallþórur fyrir alla gesti Hamingjudaga
                         Hamingjulagið 2011, Vornótt á Ströndum
                         Skreytinga- og hnallþóruverðlaun afhent
                         Menningarverðlaun Strandabyggðar afhent
                         Kristján Sigurðsson
                         Ginger Nuts
                         Hemúllinn
                         Kvennakórinn Norðurljós 
                         og fleiri góðir gestir...

Kl. 22:30-24:00 - Jón Halldórsson frá Hrófbergi með tónleika í Bragganum. Sannkallað "Konu og karla rall". Aðgangseyrir aðeins kr. 500.  

Kl. 23:00-03:00 - Stórdansleikur með Geirmundi Valtýssyni og hljómsveit í Félagsheimilinu. Nú er ég léttur!

Sunnudagur 3. júlí

Kl. 11:00-12:00 - Léttmessa í Hólmavíkurkirkju. Stjórnandi er sr. Sigríður Óladóttir.

Kl. 12:00-17:00 - Hamingjumót Hólmadrangs í golfi á Skeljavíkurvelli. Vegleg verðlaun í boði fyrir efstu sætin. Skráning á staðnum eða hjá Bjössa Péturs í s. 892-4687.

Kl. 13:00-16:00 - Furðuleikar Sauðfjárseturs á Ströndum í Sævangi (12 km. sunnan við Hólmavík). Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að leika sér saman í ýmsum furðugreinum; t.d. farsímahittni, trjónufótbolta og kvennahlaupi. Verðlaun í boði fyrir sigur í greinum.

Kl. 13:00-18:00 - Glæsilegt kaffihlaðborð á Kaffi Kind í Sauðfjársetrinu í Sævangi.

                                                Nánar hér http://strandabyggd.is/dagskra/ 

22.06.2011 21:54

Broddanes bændur og Broddadalsárbóndinn voru í dag að reikna dún gróðann sem er bara góður


          Dúntekjubændurnir Jón Stef, Einar Eysteins, Torfi Halldórs og Guðbjörn Jóns.

22.06.2011 19:05

Hólmavík í gær.19.06.2011 23:38

Fór um helgina til Vesturbyggðar og fundum hlýa sumargolu á nokkrum stöðum, góð ferð.                         
                               Fleiri myndir eru á myndasíðunni minni http://nonni.123.i