Færslur: 2011 Nóvember

29.11.2011 23:04

Ætlar Sveitarstjórn Strandabyggðar að gera minna en ekki neitt gagnvart þessu skipulagsslysi?



Þetta er orðið talsvert þreytandi gagnvart þessum ósköpum sem spratt upp úr jörðinni þegar Sveitarstjórn Strandabyggðar var í sumarfríi í fyrsta skipti í sögu Hólmavíkur. Sum sé að sveitarstjórnin var tekin hreinlega í bólinu og hefur verið í því síðan. Flestir ef ekki allir íbúar Kópnesbrautar vilja þessa hörmung í burt. Nú er komin vetur og jólamánuðurinn senn runnin upp og snjórinn mættur til Hólmavíkur og það segir honum (Snjónum) engin hvar hann lendir. Með svona vitleysu eins og þetta skipulagsslys er þá er það deginum ljósara að svona hryllingur mun alltaf skapa mikla snjóa og bölvuð leiðindi sem fylgir þeim hvíta, sem eigendum virðast koma lítið við enda eru þeir allir með tölu langt fyrir utan þetta Strandabyggðarsvæði og virðast bara hlæja að aðgerðarleysi sveitarstjórnarinnar. Það gerir lítið sem engum eitt eða neitt. Sveitarstjórnin fækkar nefndum hér og þar og breyta og bæta í mannaflan á ótrúlegustu stöðum. En í fljótu bragði virðast þessi skipulagsklúður Sveitarstjórnarinnar sem þau eru með á herðum sér vera svipað og eða álíka vandamál og vandamál Jóhönnu og Steingríms við Austurvöllinn, með fyrrum Balamanninn og líka fyrrum BSRB manninn sem styðja hvern annan - ef Balamanninum verður hent fyrir borð þá er ómyndin fallin. Ps - Sveitarstjórn látið rífa skotbyrgið fyrir jólin komandi 2011, annars verða allir í bölvaðri fýlu út í þá sem ráða þessari óskiljanlegu aðgerðarleysi Sveitarstjórnar Strandabyggðar. Jafnt skal yfir alla ganga en það gerir það greinilega ekki.

Myndir teknar í dag 30 nóvember 2011 af Skotbyrgjaklúðri á Kópnesbraut. Smá él gerði þessa fönn.


Viðbótamyndir - snjóamyndir sem þessi hryllingur skapar, skömm.





Myndir teknar í dag 30 nóvember 2011 af Skotbyrgjaklúðri á Kópnesbraut. Smá él gerði þessa fönn.

26.11.2011 20:51

Fór í dag á frábæra ljósmyndasýningu hjá Haraldi Auðunssyni fyrrum kennara hér á árunum 76 -77





















Flottar myndir af Strandamönnum. Takk fyrir myndasmiður og fyrrum kennari hér á Hólmavík.

24.11.2011 20:14

Kom við í nía húsinu hennar Pat á Bakka í Bjarnarfirðinum og myndaði það og eigandann líka,flott




















                 Takið eftir því sem Ámi er að henda til jarðar, horfir beint á það.

                  Flott útsýni út konijakturninum hennar Pat, sést um allan Bjarnarfjörð.


21.11.2011 21:41

Sölubann á rjúpu og annarri bráð er fallið, kaupmenn flytja inn rjúpur í þúsundum sem aldrei fyrr

Hræsnin er yfirgengileg hér á fróni. Sölubann á rjúpum hefur verið við líði nú um nokkra ára skeið og margir hafa farið eftir þeim tilmælum en þó ekki allir. Og hafa veitt margfalt meira en þann stykkja fjölda sem var nefndur í tilögum frá ríki  og fræðingum náttúrunnar.

Í kvöldfréttum nú áðan var talað við verslunarmann sem er að fá nokkur þúsund rjúpur frá Skotlandi, þessi frétt kom mér afar á óvart vegna þess að sala á rjúpum til og frá verslunum og líka frá veiðimunum hefur verið bönnuð með öllu þó að maður viti það að veiðimenn selja rjúpur til vina og ættingja en ekki til verslana.

Ég er alveg rasandi á þessari frétt sem var á rúv nú í kvöldfréttum og þá sagði þessi verslunarmaður að hann hefði líka flutt inn rjúpur í firra til að selja út úr búðum til sinna kúnna. Ég skil ekki þessa heimskulegu vitleysu að leifa innflutning á rjúpu til verslana en Íslenskir veiðimenn mega ekki selja sína villi bráð einum eða neinum, hvaða villimannaþjóðfélag búum við í Íslendingar, þetta eru fávitar fávitanna sem gera svona fjanda. Skrattinn hirði þessa reglugerðar skrifræðispakk.

Nöfnin magnveiði og sölubann snúast einvörðungu um aumingja rjúpuna, það virðist aldrei vera magnveiði á gæs - skarf  - svartfugli - öndum og lunda og svo framvegis, ég skil ekki þessa kolrugluðu hugsun að kalla bara magnveiði á rjúpum og öll sú umræða sem hefur farið í blöðum og vefmiðlum Íslendinga hefur á flestum sviðum ekki verið veiðimönnum til framdráttar. En að lokum vil ég koma því til ykkar allra þarna sem nenna að skoða þetta að allir þeir sem fá sinn rjúpnaskammt eða ríflega það að þeim sé heimilt að selja sínar fáu rjúpnaskjátur til þeirra sem vilja kaupa rjúpur og aðra villibráð hver sem hún er alveg eins og verslunarmenn sem hafa gert og gera enn og munu gera áfram um ókomin ár. Næst förum við að selja veiðileyfi og það dýr á bragðarefi sem leynast í náttúru Stranda, það er nóg  til af að Strandaref sem örugglega margir vildu fella og ef til vil grilla ann og eta með góðu rauðvíni, allavega er hann etin á Patreksfirði með góðri list.

Nánar hér á vef ruv.is http://www.ruv.is/sarpurinn/nr/4590942/

19.11.2011 17:33

Göngutúr dagsins á gamlar slóðir. Myndir teknar fremst í Vatnadal uppá Álftahnúkum.


                           Vatnadalur. Til vinstri er Miðmundavatn og til hægri er Hrófbergsvatn.

                                          Fitja og Hrófbergsvötn.

                                                  Hrófbergsvatn.

                                           Miðmundavatn og Háafell í baksýn.

                                      Víðivallaborg með Lambatind í baksýn.