Færslur: 2012 Mars

06.03.2012 10:45

http://mbl.is/frettir/ > Vilja tryggja snjómokstur á Ströndum.

Vilja tryggja snjómokstur á Ströndum

Frá snjómoksri í Árneshreppi. stækka

Frá snjómoksri í Árneshreppi. mynd/Jón G. Guðjónsson.

Tólf þingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögu til að tryggja að Vegagerðin annist og greiði fyrir nauðsynlegan snjómokstur að lágmarki tvo daga í viku í Árneshreppi.

Frá 2009 hafa íbúar í Árneshreppi á Ströndum búið við skert öryggi yfir vetrartímann. Snjómokstur á þessu svæði felst nú í því að það er mokað tvo daga haust og vor en einungis ef það er snjólétt, en vegagerðinni er heimilt að moka aðeins einu sinni í viku fram til 5.janúar.

Frá 5. janúar til 20. mars er Strandvegurinn því einungis mokaður einu sinni í viku og ekki nema brýna þörf beri til eða mjög snjólétt sé, þar sem sveitarfélagið hefur ekki fjármagn í meiri mokstur. Vert er að geta þess að sveitarfélagið Árneshreppur er eina sveitarfélagið á landinu sem þarf að lúta að þessari reglu Vegagerðarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum en aðalflutningsmaður tillögunnar er Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki.

"Árneshreppur er nyrsta sveitarfélagið í Strandsýslu og einnig hið fámennasta á landinu. Þangað liggur aðeins ein landleið og gegnir hún mikilvægu hlutverki fyrir íbúa svæðisins. Þeir þurfa sökum smæðar sveitarfélagsins að sækja ýmsa þjónustu til Drangsness, Hólmavíkur og höfuðborgarsvæðisins allan ársins hring.

Einnig er töluverð ásókn í að stunda grásleppu- og handfæraveiðar frá Norðurfirði, en þaðan er stutt á gjöful fiskimið. Það er því afar brýnt að hægt sé að treysta á Strandveginn yfir vetrartímann svo að hægt sé að leita aðfanga og stunda viðskipti á svæðinu, svo ekki sé minnst á öryggi íbúa á svæðinu t.d. varðandi heilbrigðisþjónustu," segir í tilkynningu.

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/06/vilja_tryggja_snjomokstur_a_strondum/



Snjómokstur við Steinahlíð rétt sunnan Veiðileysuháls 4 apríl 2009. Í bakgrunni er Veiðileysufjörður.

03.03.2012 21:36

Eldur.





03.03.2012 21:34

Bjarkalundur.







03.03.2012 21:27

Reykhólar í dag.










03.03.2012 19:30

Góugleði 2012 verður haldinn eftir slétta viku 10 mars í félagsheimilinu hér á Hólmavík.




                                                           Mynd Siggi Marri.

Góugleði 2012!! Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á hina mögnuðu
góugleði sem verður í félagsheimilinu á Hólmavík 10. mars næstkomandi.
Skráningar hafa gengið mjög vel, en hægt að koma fleirum að og eru menn
hvattir til að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi þriðjudaginn 6.
mars. Tekið er á móti skráningum á netföngunum jedvald@simnet.is og
smt@snerpa.is. Einnig er hægt að hringja í Jón E Halldórsson í síma
862-8735 og Sigurð Þorvaldsson í síma 894-4806. Forsala aðgöngumiða verður
síðan miðvikudaginn 7. mars í félagsheimilinu, miðaverð er aðeins 6.500
kr. Hljómsveitin Stuðlabandið heldur síðan uppi fjörinu eftir að borðhaldi
lýkur og verður hægt að borga sig sér inná ballið fyrir 2.500 kr.
Meðfylgjandi myndir er af Mása í gervi einnar kvinnunnar á svæðinu, og af allri Góunefndinni 2012.

Með bestu kveðju
Góunefndin.

01.03.2012 20:11

Athugasemd minkaveiðimanna vegna ágiskana um orsakir fyrir hruni í minkastofninum:

Greinin tekin af netsíðu Bændablaðsins, besta blaði Íslands >  http://www.bbl.is/  

Það var veiðistjórnunin sem brást Við nokkrir félagar úr Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink, (Bjarmaland) höfum verið í tölvu og símasambandi vegna fréttará Stöð 2, 23 febrúar en þar var viðtal við doktorsnema Rannveigu Magnúsdóttur um stofnstærð minka á Snæfellsnesi. Þar talar hún um hrun í minkastofninum frá 2002 til 2006 og setur það í samhengi við hrun svartfuglastofna og þá vegna skort Sandsíli. Þar var ekki minnst á áhrif veiða á stofnstærð minksins og þá staðreynd að enginn svartfugl er inn til landsins.Það hafa eðlilega farið töluverðir peningar í veiðina úr ríkiskassanum, en líka í rannsóknir, það væri gaman að sjá þær tölur og hverju hafa rannsóknirnar skilað okkur?Hvaða aðferðir notar Rannveig til að finna út hvort mink hafi fækkað? Stofnstærð er að miklu leyti  miðuð við veiðitölur og með minnkandi sókn fækkar veiddum dýrum, þar að auki hafa alltaf verið sveiflur í stofnstærð vegna sjúkdóma og af annarri óáran. Þetta hrun er á Snæfellsnesi, þar sem Snorri minkaveiðimaður er búsettur, og hefur farið um nesið eins og stormsveipur með minkahundana sína síðan 2003. - Gæti það ekki skýrt þetta hrun?  Og í veiði- átakinu náðist verulegur árangur, bæði á Snæfellsnesi og einnig á Eyjafjarðarsvæðinu. Eins og allir vita, þá er aðalfæða minksins, sem heldur sig í fjörum Marhnútar, Sprettfiskur og krabbar sem leynast í þaranum þar sem minkurinn þvælist um á útfallinu. Ef stofninn hrynur, af hverju eru veiðarnar útilokaðar sem einn þáttur? Ástæðan er þekkingarleysi hjá líffræðimenntuðum veiðistjórum sem stjórna skyldu veiðunum, en höfðu engan skilning á skipulagi og veiðum. Veiðistjórnun þarf að vera í höndum veiðimanna. (Hvað höfum við sagt þetta oft?)

Tækifærissinnað rándýr.

Eins og segir í Áfangaskýrslu til Vegagerðarinnar (Mars 2004) um áhrif vegfyllingar í Kolgrafarfirði: "Minkur étur helst það sem algengt er á hverjum stað og tíma og á auðvelt með að nýta sér sveiflur í stofnum bráðartegunda. Þetta sýnir að hann er ósérhæft og tækifærissinnað rándýr, sem ber vott um mikla aðlögunarhæfni (Dunstone 1993, Macdonald & Strachan 1999)."  Þarna er vitnað í tvær rannsóknir. En svo vitnað sé í fyrrnefnda skýrslu þá var næstfrægasti minkur Íslandssögunar K1, í aðalhlutverki í Kolgrafarfirði, alla vega á meðan rafhlaðan entist í sendinum á dýrinu. Var hann mest á þurrlendi framan af hausti, eflaust á músaveiðum, en í desember var hann fyrst og fremst á veiðum við ströndina.Minkurinn tekur ekki mikið úr fuglabjörgum nema þá kannski af Álkunni, þar sem hún verpir neðarlega í björgum og á lágum fjöruklettum. Við höfum komið í eyju þar sem minkur hafði rústað svo til öllu lundavarpi og drepið tugi fullorðinna fugla. (Dæmin eru til). Svartfugli hefur fækkað við Suðurland og vísbendingar veiðimanna og landeigenda hafa sýnt að fuglinn hefur sennilega bara fært sig til og er nú meira fyrir Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það sem er að gerast með sandsílastofninn er allt annað og viðkvæmt umræðuefni.En það var eitt atriði sem var rétt hjá Rannveigu, "eitthvað höfum við gert rangt".  Við veiðimennirnir vitum hvað það var, veiðistjórnunin brást. 

Jón Pétursson.

Guðbrandur Sverrisson.

Kristinn Á Sigurlaugsson.

Jóhann Jensson

http://www.ni.is/media/dyrafraedi/spendyr/joh_minkur_big.jpg

                                Mynd fengin að láni hjá http://www.ni.is                                                       


01.03.2012 00:12

http://emilpall.123.is/blog/2011/12/15/590136/

Þá  er Hólmavíkurmálið leyst, þ.e. kaup á 100 tonna báti til rækjuveiða. Verið er að kaupa ex Eykon RE 19, sem heitir í dag Arnfríður Sigurðardóttir  RE 14. Kaupendunir eru þeir sem áttu þann sem er Sveinbjörn Jakopsson SH 260  í dag, og hét þá Sæbjörg ST  7. Er þá átti við að sömu aðilar standa að þessari útgerð og þeirri sem átti Sæbjörgina.


        177. Arnfríður Sigurðardóttir RE 14, á Akranesi © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 20. júli 2010
                                                                

            Mynd tekin með leifi heimasíðueigandans http://emilpall.123.is/