Færslur: 2012 Júlí

18.07.2012 20:17

Blátt er málið sagði stórbóndinn Jón Stef á Broddanesi og er afar hamingjusamur með nía traktorinn
                                                                   Til lukku með flotta bláa traktorinn.

15.07.2012 21:49

Árneshreppur heimsóttur í dag og renndi mér norður að Hvalá í Ófeigsfirði í ágætis veðri.Myndaþyrstir skoðendur fara bara á nafna minn  >  http://nonni.123.is/ og hafið gaman að.

10.07.2012 21:16

Hamingjudiskurinn Strandamenn 2012 sem ég gaf út 30 júní er til sölu hjá mér í Síma 892 2925Og hann er líka fáanlegur hjá Strandakúnst í gömlu sjoppunni hér á Hólmavík áður N1 og líka í Kaupfélaginu á Drangsnesi og einnig er hægt að senda mér skilaboð á netfangið mitt [email protected]. Það eru nú ekki margir Strandamenn sem gefa út heilan 10 laga hljómdisk bara si svona. Á þessum hljómdisk er Hamingjulag Strandabyggðar 2012 ásamt 9 öðrum lögum frá 1989 fram á þennan dag og þar á meðal er lagið frá 1989 sem átti einungis að vera grín skemmti efni á Góufagnaði sem haldin var á Sævangi með troðfullt hús af Góuþyrstu fólki, auðvitað er það eina og sanna lagið Strandamenn en hvað annað.