Færslur: 2012 Júlí

07.07.2012 19:11

Bæjarhátíð í Búðardal 7-7-2012.


                        Fleiri myndir frá Búðardal er að finna á nafna mínum   >  http://nonni.123.is/

05.07.2012 17:18

Ísbjarnarfrétt. Að öllum líkindum hefur Ísbjörninn verið í Bitrufirði á Ströndum í desemberÍ Desembermánuði sá íbúi í Bitrufirði á Ströndum Ísbjarnarför við bæinn sem hann/hún býr og hafði þegar í stað samband við Náttúrufræðistofnun íslands og tjáði þeim tíðindin með förin en á þeim bænum var þetta talið algjört bull og þvæla sem gæti engan vegin verið rétt.

En eins og alþjóð veit núna hefur sést til Ísbjarnar utanvert við Hvammstanga og hefur leit staðir yfir í allan dag og sömuleiðis að hluta í gær. Ekki er ýkja langt á milli Bitrufjarðar og Miðfjarðar einungis nokkrir kílómetrar, þannig að þá eru sterkar líkur á því að hann snúi til baka til Bitrufjarðar?

Strandamenn eru ýmsu vanir en þó ekki ýkja vanir Hvítabirnum, hvort Bjössi hafi haldið til í Ennishöfðanum er ekki vitað og hvort hann muni og eða koma til Stranda aftur verður tíminn leiða í ljós en alla vega verða menn að vígbúast og gera sig klára til að koma þessum ófögnuði fyrir kattarnef sem allra fyrst. Leitum og við munum finna kauða. 

04.07.2012 21:34

Hver gerir þennan fjanda að krosskeyra á fjórhjólum út um allar mýrar í Vatnadalnum, bragðarefir


Þetta er ekki veiðimannalegt og hvað þá refamannalegt að gera svona lagað. Svona för í mýrum verða í mörg ár. Það eru fleiri álíka för en þarna fyrir framan Fitja og Tjaldhólinn sem er fyrir framan Fitjavatnið og upp frá Vatnadalsánni á mót við Víðivallaborgina og upp að greninu sem þar er og svo eru líka álíka fjórhjólaför upp á Hrófbergsfjallinu á mínum heima slóðum sem engin kann að meta svona lagað. Tilgangurinn er augljós þarna eru bragðarefir á ferðinni í einkalöndum sem þeir hafa engan rétt til að djöflast á svona tækjum  á mjög viðkvæmu landi hvað þá til að hagnast á því á kostnað sveitarfélagsins. Þessir aðili/ar mega fara um þessi lönd ef landið er á kafi í snjó á þessum fjórhjólum og sleðum en EKKI þegar landið er marautt og afar viðkvæmt allri snertingu hvað þá snertingu fjórhjóla eins og myndirnar bera bersýnilega með sér.

01.07.2012 23:05

Hamingjan á Hamingjudögum 30 júní 2012.

                                                  FLEIRI MYNDIR HÉR Á  >  http://nonni.123.is