Færslur: 2012 Desember
31.12.2012 14:16
Hólmavíkurvefurinn þakkar fyrir hvað margir skoða síðuna mína. Takk fyrir 2012 - til lukku með 2013
30.12.2012 17:58
Hlökk ST 66 - myndin er tekin í gegnum lítið op á vatnslistaverkinu.
30.12.2012 17:56
Hús tónlistarsnillingsins og Strandamannsins Gunnars Þórðarsonar í dag, flott hús hjá honum
30.12.2012 17:45
Talsverður snjór er komin við leikskólann Lækjarbrekku, þannig að krakkarnir hafa nóg að gera
30.12.2012 17:40
Það hefur verið nóg að gera hjá mokurunum í dag og í gær, og greinilega næg verkefni framundan.
30.12.2012 17:27
Talsverður snjór er komin í Miðtúnsgötuna og bílar hafa sumir hverjir farið á kaf eins og sést
30.12.2012 17:14
Björgunarsveitin Dagrenning hér á Hólmavík fór eftir hádegið vestur að Nauteyri, þak fauk af húsi
28.12.2012 16:27
Vegagerð við botn Steingrímsfjarðar hefur þokast vel áfram, verður sennilega ökufær fyrir vorið
28.12.2012 16:26
Um miðjan dag í dag komu niður Staðardalinn nokkra bíla lest að vestan, veðurhorfur eru slæmar
28.12.2012 16:26
Þessir flottu Drangsnesingar voru að fara til Mjólkurbúðarinnar á Hólmavík í dag, flottir og hressir
27.12.2012 20:20
Snjór og snjór á Hólmavík og meiri snjór væntanlegur þá fer allt á kaf, bannað.
26.12.2012 21:39
Fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra - Balamaður hélt fund 10 nóvember 2011, stuttu síðar var rekin
Þá er það
nú bara spurningin hvernig er staðan núna á þessum stöðum, bara spyr.
26.12.2012 21:25
Kvað er fólkið eiginlega að horfa á, stara allir í suðurátt.
26.12.2012 21:15
Þessir kumpánar hafa ekki hist í tæp 23 ár en það getur lagast.
24.12.2012 18:55
Gleðileg Jól góðu síðuskoðendur,munum eftir þeim sem eiga sárt um að binda á einn eða annan hátt
24.12.2012 16:47
Í dag fór ég út í kirkjugarð til leiði ástkærar móður minnar Svövu Pétursdóttur frá Hrófbergi.
24.12.2012 16:38
Strandamaðurinn úr Staðardalnum frá fallega hólnum Sigmar B Hauksson Víðivöllum lést í nót.
Það er ekki spurt um aldur né gert manngreiningarálit þegar illvígur sjúkdómur ber að dyrum og það á nokkrum dögum síðar er maðurinn frá fallega hólnum fallin frá okkur. Fyrr hefði ég átt von á dauða mínum en að stórvinur minn og frændi frá Víðivöllum í Staðardal Sigmar Bent Hauksson mundi falla svona skyndilega frá. En svona er lífið engin veit hver er næstur í þetta ferðalag sem við öll verðum að fara í, spurningin er bara hvenær hún hefst. En í stuttu máli að Sigmar var sannur vinur vina sinna og var alltaf heimagangur á mínu æskuheimili Hrófbergi og síðar hjá mér á Hólmavík. Það leið vart sú vika að hann hringdi í mig að spyrja frétta af sveitinni sinni og auðvitað var talað um veiðar sem við þektum báðir vel til. Ég þakka honum fyrir þau mörgu ferðalög sem við áttum saman sem eru vart teljanleg á öllum árstíðum bæði á bílum og gangandi og ekki síst þegar rjúpnaveiðitímabilið 15 október rann upp voru margar sögur sagðar á hólnum á Víðivöllum og margar hverjar vel kryddaðar hjá flestum sem tóku til máls. Enda var Sigmar afburðargóður sagnamaður sem allir tóku eftir. En það óraði ekki að mér í haust að sú heimsókn hans til Stranda skildi vera sú síðast að sinni ó nei, en svona er lífið og ég votta mínu dýpstu samúð til systkina hans, Jón Víðir og Guðrúnu og sonum Sigmars, Hauk Bent og Gudjon Bent og fjölskyldum þeirra sem hlut eiga að máli. Guð verði með ykkur og styrki ykkur á þessum erfiðu tímum.
24.12.2012 16:16
Nokkrar slæmar myndir teknar á Þorláksmessu 23 desember í verslum KSH hér á Hólmavík
23.12.2012 22:19
Jólasveininn/sveinarnir komu nú áðan með jólakortin í hús, fækkun jólakorta er greinileg nú í ár
Gleðileg
jól góðu síðuskoðendur og góðar þakkir
fyrir innlitið síðustu mánuði og ára, njótið hátíðanna.