Færslur: 2008 Janúar

04.01.2008 23:09

Löng póstferð í dag.

Þessar myndir eru frá Hvamstanga og úr neðsta hluta Miðfjarðar. Svolítið gulrauðar.

Mynd númer 162

Mynd númer 164

Mynd númer 165  
Mynd númer 166
Þessar myndir eru frá Hvamstanga og úr neðsta hluta Miðfjarðar. Svolítið gulrauðar
Mynd númer 167? Þekkið þið þetta landsvæði. Hvaðan er þessi mynd tekin? . Svar óskast.

03.01.2008 23:59

Árneshreppur fékk lottóvinning í haust.

Mynd númer 12

Þar sem vegurinn endar? . Eg held að megi segja það með réttu að Árneshreppur fékk stóran lottóvinning í haust þegar Hrafn Jökulsson flutti norður í Árneshrepp ásamt fylgdarliði. Hann Hrafn Jökulsson hefur verið síðan í haust að halda skákmót og kynna nýju bókina sína "þar sem vegurinn endar" sem er góð og mikil kynning fyrir Strandirnar í heild þó mest Árneshrepp. En eg set spurningarmerki við veginn þar sem hann endar? í Ófeigsfirði eða hvað. Í mínum huga er það ekki alveg rétt. Vegurinn frá Ingólfsfirði og til Ófeigsfjarðar er ekkert annað en vegarslóði mest í fjöruborðinu. Og eg tel mig vita það að annar vegarslóði sem hefur verið farin á bílum úr botni Ófeigsfirði og yfir fjallgarðin og fyrir Hraundalin og komið niður utanvert við Hamar í Djúpi. Það eru ekki mörg ár síðan að þessi leið var farin af nokkrum bretum á Landroverjeppum. En hvað um það hefur Árneshreppur fengið Lottóvinning og það stóran með komu Hrafns Jökulssonar í fallega og friðsæla sveit sem Árneshreppur er, þar liggja sóknarfærin á mörgum sviðum.

01.01.2008 23:13

Áramótaskaupið var frekar fúlt og lélegt lost.

S J Ó N V A R P I Ð.
Ekki gat maður mikið brosað af Áramótaskaupinu í þetta skiptið, sem var frekar fúlt. Það eru ekki allir sem horfa á sjónvarpsþáttin Lost, ekki eg. Allt skaupið var sundurlaust og lélegt, og alltof mikið var umfjöllunin um útlendinga. Árni Tryggvasson var bestur með byssuna. En að þetta lélega skaup hafi kostað yfir 90 milljónir skil eg ekki. Og þessi auglýsing sem var sett inní mitt skaupið, kostaði 3 millur í 1 mínútu, er ekki einusinni fyndið kvað þá brandari. Spaugstofan hefði gert skaupið miklu betra og hlægilegra en þessir sem gerðu skaupið á okurlaunum frá ríkinu. Niðurstaðan er þessi, að skaupið var það lélegt að eg fékk ekki einu sinni smá bros kvað þá lost. Annars er næsta Spaugstofa 12 janúar.