Færslur: 2008 Febrúar
29.02.2008 23:21
Hundalíf á Hólmavík.
Þetta er eini sanni Íslenski hundurinn.
þetta er gjammhundurinn óurlegi.
29.02.2008 09:32
Við fjörðin.
Þessi mynd er tekin rétt fyrir framan Hrófberg (við Svörtubakkana) rétt um það leiti þegar mirkur var að skella á í gær.
29.02.2008 09:20
Góugleði á morgun 1 mars 2008.
Samkvæmt áræðanlegum heimildum verður þetta myndaatriði toppað á sviðinu á morgun og þá væntanlega séð hinumeginfrá.
27.02.2008 22:14
Dökkur og dimmur dagur í morgun, en alltaf birtir upp um síðir.
Dagurinn í morgun birtist mér mjög dimmur og éljakenndur á allan hátt. Í birtingu voru enn óveðursský á himni og sendu þau allmörg dimm él sem skullu á okkur sem búum við fallegasta fjörð landsins. Er ekki alltaf gamli málshátturinn í þá veru að það birtir alltaf upp um síðir, og það stóð heima. Allt í einu kom sólin og öll ský voru á bak og burt eða þannig. En það hefur snjóað talsvert frá Hólmavík og fram Staðardalinn sem er orðin vel sleðafær og eins uppí Norðdal.
Ekki var dagurinn í morgun í þessu myndræna formi. Hólmavíkurhöfnin á fallegum morgni.
26.02.2008 22:56
V A S A 2 0 0 8.
Veit einhver um Vasagönguna 2008 sem fram fer í Svíþjóð 2 mars? .Þetta var það eina sem eg fann um Vasa 2008. Hér er einhver vasa tengill. Og annar vasatengill (brautin). Ef einhver veit um þessa vasagöngu, vinsamnlegast kommentið þá um það.
www.vasaloppet.se
24.02.2008 22:53
Reykjarvíkurferð. Íslandspóstur 10 ára.
22.02.2008 09:50
Það er þolanleg veðurspá fyrir helgina.
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. en vestan strekkingur með suðurströndinni. Suðvestan 8-15 vestantil síðdegis en lægir í kvöld. Él sunnan- og vestanlands en annars léttskýjað. Norðaustan 5-15 um hádegi morgun, hvassast og slydda eða snjókoma suðaustanlands. Hiti í kringum frostmark við sjóinn sunnanlands, en frost 1 til 10 gráður annars staðar.
Á sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og stöku él, en bjartviðri austanlands. Frost 0 til 7 stig.
Á mánudag:
Gengur í austan og norðaustan 13-20 m/s sunnan- og vestanlands, en hægari norðaustantil. Slydda eða snjókoma sunnan- og austantil á landinu þegar líður á daginn, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Norðaustan 10-18 og snjókoma eða él víða um land. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig á láglendi sunnan- og austantil.
Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt, snjókoma sunnan- og vestanlands en annars él. Frost 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustan átt og él, en þurrt og bjart suðvestanlands. Víða talsvert frost.
Spá gerð: 22.02.2008 08:37. Gildir til: 29.02.2008 12:00
20.02.2008 22:32
Bubbi kallinn Mortens er skrítin kall, var og er hann rasisti?
ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA. Fyrir nokkrum árum gaf Bubbi Mortens út lag sem hann nefndi Nýbúinn. Þetta lag var spilað á rás 2 í gær eftir að Guðni Már popplendingur var búinn að tala við Bubba Mortens. Guðni Már og líka í Kastljósinu í gær var verið að tala við Bubba út af þeim tónleikum sem hann er að halda nú í kvöld vegna þeirra fjölgunar sem hefur orðið á erlendu fólki sem hefur flætt hingað uppá klakann, eða hvað. Nú er Bubbi komin akkurat í hring. Vegna þess að í textanum sem hann samdi hér um árið er þessi setning í birjun á laginu hanns Bubba er, Ísland fyrir Íslendinga og svo endar hann textan á því að segja þessi orð sem eru þessi, farðu heim til þín, farðu heim til þín. Þannig að Bubbi var að segja við það fólk sem þá var komið til Íslands að hundskast heim ? farðu heim til þín. Er þetta rasismi eða hvað. En hvað er þá Bubbi í dag 2008.
Nú er Bubbi kallin búin að smala helstu poppurum saman á tónleika sem hann ásamt þessum listamönnum eru að spila gegn rasistum, og er með sjálfan forsætisráðherran sér við hlið Geir Hilmar Horde. En einhvernvegin finnst mér að Bubbi sé mestmegnið að gera þetta í auglýsingarskini fyrir sjálfan sig. Og ég held í raun að Bubbi sé ekki minni rasisti en hann var þegar hann samdi lagið hérna um árið Ísland fyrir Íslendinga, farðu heim til þín. Þetta var smá hugleiðing um Bubba kóng sem kann að auglýsa sig á auðveldan og ódíran hátt.
19.02.2008 23:13
Fréttahaukar í beinni á Ströndum í morgun.
Það er örugglega ekki á hverjum degi að systkini séu í beinni og það á Hólmavík. Í morgun í þættinum sem Leifur Hauksson útvarpsbóndi á Bakka og Ólöf Rún Skúladóttir eru með á rás 1 sem heitir Samfélagið í nærmynd kl 11.00 voru tekin tvö viðtöl í þessum þætti hér á Hólmavík, sem systkini sáum um sem eru engin önnur en Gísli og Kristín Einarsbörn. Alltaf er gaman að heyra í einhverjum sem maður kannast við. Hér eru viðtölin frá því í morgun.
17.02.2008 22:37
Rigningin var talsvert blaut á tröllaslóðum í dag.
Í hádeginu í dag fóru fimm Strandatröll uppá Steingrímsfjarðarheiðina í frekar suddalegu veðurfari. Rigningin virkaði á mann og myndavél þónokkuð blaut á heiðinni, en þrjú Strandatröll brugðu á afturbeltaleik við Þriðjungsárnar sem eru norðan megin í Norðdalnum, afturbeltisaksturinn hjá þessum köppum var nokkuð góður og stundum djarfur, en allt fór þá vel að lokum. En vegna mikillar rigningar var varla hægt að mynda fyrrnefnd tilþrif en samt náði eg nokkrum myndum frá þessum afturbeltistilþrifum þegar tröllin horfa til himins. Hér eru nokkrar myndir Strandatrölla síðan í dag.
16.02.2008 22:47
Hvað er rasisti. Er rasisti þegar maður fjallar um svonefnda innflytendur?
Fyrir tæpum tveimur árum eða í júlímánuði, þegar eg var að skrifa á Strandaspjallinu gömlu bloggsíðunni minni rifjast upp fyrir mér núna sú umræða sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði um svonefndan rasista, eða nánar, sumir flokka þá sem eru að fjalla um innflytjendur eins og var í mínu tillfelli í júlí 2006 að eg væri rasisti og það mætti engin sjá þennan pistil né myndina sem fylgdi með pistlinum. Það skal tekið fram að þessi pistill var settur inn á föstudegi og eg var að heiman fram á sunnudagskvöld, og þegar eg kveiki á tölvunni og fer síðan inn á mitt Strandaspjall og þá sé eg það að allt er orðið band vitlaust út af þessum pistli mínum og ekki síður myndinni. Venjulegur heimsóknarfjöldi á spjallinu var á milli 200 og 300 á dag, en þetta sunnudagskvöld í júlí 2006 var heimsóknarfjöldin komin hátt í 1200 hundruð og eg var af ónanfgreindum kommentum (sumum) kallaður rasisti og innflytjandahatari og ekki nóg með það að mér var hent út af tenglum hér og þar og einhver hefur látið blogcentral (vísir) vita og beðið blogcentral (vísir) að henda þessari færslu út ásamt myndinni sem fylgdi með pistlinum, og það var gert. En merkilegt nokk eg á ennþá þessa mynd ásamt annari svipaðri sem eg læt fylgja með þessum pistli sem í raun fjallar um þá færslu ásamt mynd sem var hent út af tveimur fréttamiðlum. Mikill er máttur minn ef eg get haft áhrif á miklu stærri fréttamiðla en mitt litla blogg er.
En eg hef aldrei getað skilið það af hverju er ekki eðlilegt að fjalla sé um það blessaða fólk sem kemur frá svo sem arabalöndunum, sem stingur algjörlega í stúf við okkur sem alltaf höfum búið á Íslandinu góða. Ef eg man rétt þá kallaði eg þetta flakkarafólk í júlí 2006 marglitafólkið og var að bera það saman við golsóttar kindur sem voru til á sínum tíma inná Hrófbergi. En í alvörunni hvað er að ske til dæmis í Danmörku akkúrat núna með fallega teiknaðar myndir af einhverjum trúarleiðtoga með forljótt og handónýtt höfuðfat með sprengu uppúr hausnum þá verður arabaheimurinn og allt marglitaða fólkið snarvitlaust og hótar Dönum og vestrænum þjóðum öllu illu. Eg veit ekki betur en að margir góðir teiknarar hafa teiknað trúarleiðtoga okkar sem við Íslendingar trúum á Jesú krist og allt hans lið sem er ekkert víst að hafi verið til einungis sé um góða skáldsögu um að ræða, en teiknarar hafa teiknað okkar trúarleiðtoga þvers og krus og líka þegar leiðtogin fór á óskiljanlegan hátt fótgangandi yfir vatn án þess að væta svo sem tærnar. Ef við Íslendingar ætlum að eiga Ísland út af fyrir okkur þá verðum við sum sé Íslendingar að setja einhverjar skorðunarreglur um það að marglitaða fólkið og allt því tengdu hrúist ekki yfir okkur vegna slóðaskapar Stjórnvalda.
15.02.2008 22:45
Góunefndarmenn 2008 smala saman góugestum í kvöld.
Ánægðir góugestir 2007, Þröstur Snær og Guðmundur Viktor.
13.02.2008 22:47
Bændablaðið 12 febrúar 2008.
Í Bændablaðinu sem kom út í gær 12 febrúar er mikið og fróðlegt viðtal við hjónin Arnlínu Óladóttur og Magnús Rafnsson á Bakka í Bjarnarfirði. Bændablaðið á að fást í sjoppum um land allt og það frítt.
09.02.2008 22:23
Vasagöngumenn og fleiri æfa stíft.
Eftir rúmlega hálfan mánuð fara til Svíþjóðar tveir skíðagarpar frá Ströndum þeir Rósmundur Númasson og Birkir Stefánsson sem munu keppa í svonefndri Vasagöngu sem er sögð vera strembin og erfið og vegalengdin minnir mig sé 90 kílómetrar. Þessir áðurnefndu garpar ásamt tveimur öðrum voru í dag að æfa fyrir Vasagönguna við flugvöllin sem er hér ofan Hólmavíkur. Eftir þeim heimildum sem eg hef þá munu þeir félagar Birkir og Rósmundur vera í ráshóp 10. Þá er bara að fylgjast með þeim félögum og 48 öðrum skíðagöngugörpum, sem fyrir Íslands hönd munu keppa í Vasagöngunni 2008.
09.02.2008 22:20
Engar pulsur né samlokur að fá hjá N 1 í morgun.
Eg fór í sjoppuna hjá N 1 hér á Hólmavík í morgun um kl 11.00 og inn komu hjón sem vildu fá pulsu og samloku en þeim var sagt það að pulsurnar og samlokurnar væru ekki klárar vegna þess að afgreiðsludaman hefði verið að koma til vinnu og væri syfjuð og ekki væri búið að gera pyslurnar og samlokurnar klárar. Þannig að þessi ágætu hjón fengu einungis kók og prins póló. Afar slæmt er það fyrir svona lítin stað að ekki skuli vera hægt að redda pylsu og samloku fyrir ferðamannin sem var í þessu tilfelli á leið til Hnífsdals á þorrablót. Og svona í framhjáhlaupi er það ekki gott fyrir N 1 hér á Hólmavík að í þessu tilfelli var alþingismaður og kona hans á ferð, sussum svei. Það er lámarks krafa að þegar er opnað að allt sé klárt á öllum sviðum hjá N 1, annað gengur ekki upp.
08.02.2008 22:45
Kolvitlaust veður á Ströndum.
Í kvöld skall á kolvitlaust veður á Ströndum. Stutt og laggott, það hriktir og brestir í öllu þegar rokið klappar húsunum af miklum móð. Eins og var sagt hér forðum, það er vart hundi út sigandi. Svona leit ljósaskiltið út um klukkan 22 nú í kvöld sem er fyrir Steingrímsfjarðarheiðina. Fárviðri uppá Steingrími.
08.02.2008 22:40
Póstferð á sleða til Bjarnarfjarðar.
Eins og eg sagði í mínum rokbylspistli í gær þá var stefnt að því að komast til Bjarnarfjarðar í dag og það tókst, en ekki á bíl en á snjósleða. En eg gerði heiðalega tilraun í morgun að komast frá Drangsnesi og til Bjarnarfjarðar en eg komst rétt norður fyrir Sléttuvík uppá hæðina sem halla fer ofaní Kelduvíkina. Skaflin er svosem ekki þykkur en hann er helvíti langur niður brekkuna. Það hefði verið talsvert basl að skakast það, það hefði ekki verið nóg. Uppaf gömlu fjárhúsunum á Kaldrannanesi er komin nokkuð stór hryggur sem hefði stoppað mig. Þannig að eg snéri við og skutlaðist til Hólmavíkur og náði í snjósleðan minn og fór með póstin til íbúana í Bjarnarfirði.
En hitt er annað að mér finst helvíti hart að vegagerðin skuli ekki nota tækifærið að moka frá Bakkagerði og til Bjarnarfjarðar og það í hláku, er að mínum dómi ekki hægt að líða. Opnunardagar frá Bakkagerði og til Bjarnarfjarðar er á mánudögum og miðvikudögum. En samt finnst mér að það eigi að vera hægt að hnika til með þessar opnunarreglur og hvað þá að nota tækifærið í hlákunni og opna þessa fáu kílómetra sem um ræðir sem eru ca 15. Það býr líka fólk í Bjarnarfirði er það ekki? .
07.02.2008 23:09
Snarbrjálað veður í dag.
Öfgakennt veðurfar. Í morgun í birtingunni var skaplegt veður en var farið að ganga á með vestan snjóhriðjum og þó nokkru roki þannig að skyggnið til aksturs eftir kl 11.00 var sumstaðar lítið sem ekki neitt. Þannig að skyggni fyrir norðan Bakkagerði var þegar eg var þar núll metrar og komin talsverður skafl við beygjuholtið uppaf gömlu fjárhúsunum, þannig að það er lágmark að maður sjái vegin og eg bara snéri við og fór til Hólmavíkur. Og aðalævintýrið var eftir, svipað og meðfylgjandi mynd sýnir, sem eg fékk lánaða hjá 4x4 klúbbnum. Í Miðdal við bæinn Gröf gerðist svolítið skondið vegna stórhríðar sem var þar og annars staðar, þannig að þegar eg fór frá Grafarbænum hjá Reynir og Steinu tók eg ekki alveg rétta stefnu uppá vegin, aðeins of mikið hægra megin við vegin þannig að bíllin fór nánast á kaf í snjó. Jeppin hjá Reyni haggaði ekki bílnum, þá sótti hann traktorin sem með nokkrum mjúkum rykkjum fór bíllin að mjakast aftuábak og uppá hlaðið. Takk Reynir. Þetta er með mestu festum sem eg hef lent í á mínum langa akstursferli sem eru orðnir nokkrir áratugir. En vonandi verður betra veður á morgun þannig að maður komist í Bjarnarfjörðin og að Vegagerðin verði búin að opna þangað þegar eg mæti á svæðið. En veðurspáin fyrir helgina er frekar dapurleg, rok og aftur rok. . Hér er veðurspáin frá veðurstofu Íslands.
Mynd frá 4x4.is
06.02.2008 22:57
Sólaruppris, höfnin kirkjan og hestar.
Sólaruppris séð frá Hólmavík í morgun.
Höfnin og kirkjan eru alltaf sjarmerandi fyrir myndatöku og það í glampandi sólskini.
Hestar fyrir ofan flugvöllin að narta í heyrúllu.
04.02.2008 23:01
Styttri leiðin til Bjarnarfjarðar er nánast ófær óbreyttum jeppum.
Í dag eins og 5 aðra daga vikunnar fer eg fyrst út á Drangsnes og svo til Bjarnarfjarðar alltaf í kaffi til Dísu minnar í Odda og svo áfram áleiðis til Hólmavíkur ef Bassastaðarhálsinn er fær. En í Odda frétti eg það að jeppi hefði fest sig á hálsinum í gær, og eg var á blámann litla einsdrifs bílnum og eg kíkti fram að Skarðklifi og snéri þar við, sennilega afar hæpið að komast niður klifið hvað þá aftur upp. Þannig að eg snéri við og fór útfyrir aftur sem lengir leiðina um 27 km. Og eins og veður er núna þá mun ekki batna færið yfir hálsinn.
Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar sem kom innum bréfalúguna í dag er í dálknum fyrirhuguð útboð 2008, verknúmer 08-015 Strandavegur (643) í Bjarnarfirði. Vegagerðin er að segja það að það eigi sum sé að bjóða út verk í Bjarnarfirði, sennilega er það kaflinn frá Bjarnarfjarðarbrúnni og framundir Skarð, plús það verður að byggja nýja brú, gamla er sögð ónýt. Eg er efins um það að þetta verk sem er auglýst í framkvæmdafréttum verði boðið út í vor, eins og manni er sagt, kanski þegar sumri fer að halla þá verður sagt, verkið er ekki klárt vegna þess að það vantar fjármuni í veg og eða brúna. Samanber sem er að ske núna með vegarspottann sem er komin á útboðslista Vegagerðarinnar ? 07-086 Djúpvegur Drangsnesvegur (643). Að öllum líkindum verður einungis kaflinn frá Selá og útfyrir Bekkina boðin út í ár. Ástæðan er sögð vera sú að það vanti um ca 80 milljónir í nýja brú á Staðará. Væntanlega mun það ef þetta er rétt kosta það að kaflinn frá Staðarárbrúnni og út að Selá sitja á hakanum eins og hann hefur verið í áratugi. Og enn og aftur ef þetta er þá rétt? sem eg vona svo sannarlega ekki, þá er þetta mikil skömm fyrir þá ráðamenn sem hafa prédikað yfir okkur með allskonar loforðum um nýja vegi þar og hér ásamt mörgu öðru svo sem betri útvarps,net, gsm og sjónvarpsendingum svo sem í Bjarnarfirði og víðar sem eru ráðamönnum til háborinnar skammar.
03.02.2008 19:31
Þorrinn var blótaður í gær.
Það var mikið fjör og gaman hjá Þorranefndarkonunum í gær. Góð skemmtiatriði, vel æfð og sett saman. Það fengu nokkrir skotpillur frá nefndarkonunum sem fóru lauslega yfir það sem þeim fannst hafa verið efst á baugi á Hólmavík. Eg tók nokkrar myndir frá þessu ágæta kveldi sem þið klikkið á HÉR.
02.02.2008 18:07
Strandatröllin að störfum í Þiðriksvallardal í dag.
- 1