Færslur: 2007 Desember

31.12.2007 22:12

Gleðilegt nýtt ár.

123.is/Hólmavík þakkar öllum fyrir árið sem er senn liðið, og vonandi verður 2008 gæfuríkt og gott á allan hátt, bæði fyrir menn og máleisyngja.
Mynd númer 161

29.12.2007 21:52

Arnkötludalur og Gautsdalur. Skaðin er skeður.

Það má segja með vegastæðið sem er þegar komið í Gautsdal og efsta hluta Arnkötludals sé svipað og þegar er búið að taka í gikkinn á byssunni og bráðin fallin þá er skaðin skeður og ekki aftur tekin. Eg hef í alllangan tíma verið að fjalla um það vegastæði sem til stóð að vegur yrði lagður, þess efnis þá mælingu sem Línuhönnun hf var búin að mæla fyrir Leið ehf, sem Vegagerðin keypti á litlar 27 miljónir og henti þeim síðan á haugana, og þá kom Vegagerðin með sinn hönnuð Kristján Kristjánsson (kk Hlykk) sem hannaði síðan allan vegin uppá nýtt 24.5 km. Skipulagsstofnun var búin samþykkja veglínuna sem Línuhönnun var búin að hanna fyrir Leið ehf, sem átti að fara sem slík í útboðið á þessum vegi.

En með Arnkötludal er skaðinn skeður þar líka. Eins og eg hef áður minnst á í mínum skrifum og þeim myndum sem eg hef sýnt á þessum vef, er nú þegar búið að legga veginn efst í Arnkötludal sunnanmegin við ána þar sem snjódýpt er hvað mest. Línuhönnun hf var búin að mæla fyrir veginum vestan megin við ána þar sem lítið festir snjó vegna legu landsins.

En ef vilji er fyrir því hjá Strandabyggð samanber Reykhólahrepp að breyta þeirri veglínu sem nú ræður ríkjum að sunnanmegin við ána, að breytingin verði flutt vestanmegin við ána eins og Línuhönnun hf var búin að mæla þá mun eg verða sáttur ef Strandabyggð fer fram á slíka breytingu sem eg vona svo sannarlega. Þó að manni sýnist að skaðin sé nánast skeður, er enn von að menn nái áttum og fari ekki eins og villiráandi slagandi sauðir út um móa og mela og það í miklum kk hlykkjum sem er algjör óþarfi og hönnuði á þessum vegi til háborinar skammar.Þær athugasemdir sem Reykhólahreppur gerði vegna lagningar vegarins í Gautsdal var að öllu leiti réttmæt. En að hlykkjast með veginn þrisvar yfir Gautsdalsána á stuttum kafla fyrir ofan fossinn er með öllu óskiljanleg, og að fara með veginn á klettasnösina við fossinn er algjört glapræði og mikil heimska hjá ráðríkum hönnuði Vegagerðarinnar. Ef hreyfir vind á klettabrúninni við fossin fýkur vatnið beint yfir veginn og skapast þá mikil hálkuhætta, það átti KK að vita.
Mynd númer 53

27.12.2007 22:56

Svona var Hólmavík í dag.

Smá hvít sleikja er af snjó á þeirri póstleið sem eg fer dags daglega. En það er talsverð hálka á ottandekkinu. En það vantar örugglega meiri snjó fyrir vélsleðamennina sem hafa verið að þeysast á fölinni hvítu uppað flugvelli með miklum vélarhvini svo í beltum hvein.
Mynd númer 154

Mynd númer 155

Mynd númer 156

26.12.2007 22:45

Frá fundi Sveitarstjórnar Strandabyggðar 14 desember síðastliðin.

Mynd númer 1

Beiðni frá formanni HSS um viljayfirlýsingu sveitarstjórnar Strandabyggðar við HSS til að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Hólmavík árið 2010.
Borist hefur beiðni dags. 21. nóvember 2007 frá formanni HSS um viljayfirlýsingu sveitarstjórnar Strandabyggðar við HSS til að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Hólmavík árið 2010. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að senda viljayfirlýsingu Strandabyggðar vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Hólmavík 2010 til formanns HSS. Tilvitnun lokið.
Verður unglingalandsmót UMFÍ hér á Hólmavík 2010? . Héraðssamband Strandamanna (HSS) að mér skilst sé búin að sækja um að halda unglingalandsmót 2010 og hafi eins og sést hér ofar skrifað bréf til Sveitarstjórnar Strandabyggðar því lútandi. Og samkvæmt lauslegu athuguðu máli er nánast allt til reiðu hér eða við Hólmavík sem varðar svona mót til þess að hægt sé að halda það. Eg hvet alla að kynna sér þetta mál og það með réttu hugarfari. Ef svona mót verður haldið hér á Hólmavík sumarið 2010 þá mun það vera mikil vítamínsprauta, bæði fyrir æsku Strandabyggðar og allt sveitarfélagið í heild.

24.12.2007 16:34

Gleðileg jól.

Vefurinn 123.is/Hólmavík óskar öllum sem nenna skoða þennan vef minn gleðilegra jóla.

Mynd númer 151
Þessi jólasveinn er forfaðir allra hinna jólasveinanna.
Mynd númer 152

Þessir jólasveinar voru á vappi á Drangsnesi fyrir skömmu síðan en allavega er annar jólasveinninn sem er til vinstri á myndinni, er sá eini á landinuÍslandi sem er alvöru Stekkjarstaur, en hinn jólaveinninn er sagna sögu jólasveinn.
Mynd númer 153

Þessi Jólasveinn kom í gær til mín með Jólakort og var ansi sprækur og hress, og ekki er það nú verra að bréfberajólasveinninn eimmitt þessi er tengdasonur Stekkjarstaurs hins rétta. Þar fara tveir góðir jólasveinar vel saman.

23.12.2007 22:52

23/12 2007. Etin skemdur matur í dag og tunglið.

Mynd númer 5

Mynd númer 21

Í rauðakrosshúsinu var haldin mikil fýlu og óþefsveisla sem sumt fólk pínir ofaní sig og það með miklum herkjum sem kosta stundum tár á hvarma. Eg hef aldrei skilið þessa iðju að borða úldin mat. Eg tek heilshugar undir það viðtal sem Margret Blöndal á rúvak átti við fyrrum Strandamannin og Lappann Sigurð Guðjónsson, sem ólst upp hér á Hólmavík. Þetta viðtal er að finna hér aðeins neðar á síðunni, og heitir Stóra skötumálið. Sum sé eg tók nokkrar myndir frá þessu mikla óætuáti og líka nokkrar tunglmyndir. Kíkið á átið og tunglið.

23.12.2007 22:17

Dagur 13.

               Þrettándi, kom Snúruflækir,               Hann tekur alla víra
               þó ekki bara um Jól.                          og vindur þeim saman
               Skimast um allt húsið,                        Bindur fasta hnúta,
               skoðar tæki og tól                              þá finnst honum gaman
                                  
Á sjálfa jólanóttina,            En þessir fara ei burtu,         Svo lærist af svona svein,
stuttan frið þú færð.            þótt hverfi frost og snjór.    sem tillitsemi stal.
Því fortíð mætir framtíð,      Því fræknir fýrar hittast      Af þessa hermir fólk...
og færist yfir værð               og fá sér góðan bjór.           Er það sem verða skal?

Vísurnar orti Ragnar Eyþórsson, myndir teiknaði Ingvi Sölvi Arnarsson.

22.12.2007 22:39

Dagur 12.

                                  Vírus-sendir, sá tólfti,              Þú opnar póstinn óvart
                                   vill þér ekki vel.                       þá er tíðin erfið.
                                   Tölvupóst dreifir,                     Það hendist allt úr minni,
                                    sem drepur þína vél.               og hrynur tölvukerfið.

                                                  

21.12.2007 22:12

Dagur 11.

                              Ellefti var Svitaþefur,                   Risa bringa og herðar,
                              erfitt er að stöðva.                       handleggi eins og skinkur.
                              Í ræktinni er mest                        En sturtu fer hann aldrei,
                              að massa uppá vöðva.                  svo myndast mikill stynkur.
                                              
                                               

21.12.2007 21:50

Flóra náttúrunar í dag, og byggingar á Hólmavík.

Þegar ég var að koma í morgun til Bassastaða þá var mér litið til himins og þá sá eg 30 til 50 gæsir í oddaflugi yfir Bassastöðum og það í desember og stefnan á þeim var í áttina inn Selárdalinn. Eg hef aldrei á minni löngu ævi séð gæsir á flugi yfir Steingrímsfirði og það 21 desember. Hvað er að ske? . Og líka annað í dag sá eg fleiri farfugla á flugi á minni póstleið. Í Miðdal sá eg hrossagauk og heiðlóu í vetrarbúning og í Kollafirði sá eg nokkra skógarþresti á sveimi. Allt er þetta furðulegt. Farfuglar eiga að vera á sínum vetrarstöðvum á þessum tíma. En ekki má gleyma því að að á morgun 22 des er Vetrarsólstöður og 23 des fer sól aftur að rísa og vor og sumar er rétt hinumegin við hornið. Svona var dagurinn í máli og myndum hjá mér í dag. 

Mynd númer 142

Mynd númer 140

Mynd númer 141

Mynd númer 143

Mynd númer 144
Mynd númer 146

Mynd númer 147

Mynd númer 148

Mynd númer 150

20.12.2007 22:06

Dagur 10.

                           Tíundi var Símaníðir,                           Símasölu á kvöldin,
                            sá herjar oft á mann.                          úr sófa reif mann upp,              
                            Seint, er tók að dimma,                      á lífeyri og kaskó,                
                             hann tækifæri fann.                            svo könnun frá Gallup.
                                          

19.12.2007 23:12

Stóra Skötumálið.

                                             

Hér er viðtal frá því í morgun sem var á rás 1 Samfélagið í nærmynd, þar sem Margret Blöndal ræðir við fyrrum Hólmvíking Sigurð Helga Guðjónsson sem átti heima í Riis sem var þá bæði verslun og íbúð. Þetta er forvitnilegt viðtal við hann Sigurð sem varðar Skötulykt sem hann er algjörlega á móti. Kíkið á það hér Stóra Skötumálið.

19.12.2007 23:08

Allt vitlaust í póstinum.

Mynd númer 138

Mynd númer 139

Nú er runnin upp sá tími að allir eru að senda pakka vítt og breitt um landið þvers og krus. Eg hef nú komið nálægt þessum póstpakka flutningum í tæplega átta ár og talsverð breyting hefur orðið á samsetningu bögglanna á þessu tímabili. Það hefur orðið mikil aukning í svonefndum rustlpósti og sömuleiðis hefur aukist flutningur frá svo sem Rúmfatalagernum og Elko svo einhver fyrirtæki séu nefnd. En núna eru að koma jólin eftir tæpa fimm daga og póstkonurnar á pósthúsinu voru í dag sem aðra daga að hamast við það að flokka póstin og pakkana svo að réttur viðtakandi fái þann rétta. Eins og myndirnar bera með sér var afar erfitt að mynda þessar duglegu konur Sparisjóðs og póstsins.

19.12.2007 23:03

Skoðið myndband Orkuveitunnar.

                       Hér má sjá myndbandið. Rei rei rei ekki um Jólin.

19.12.2007 22:07

Dagur 9.

                       Níundi var Tyggjóklínir,                 Bak við hluti og undir,
                        tyggur dag og nótt.                       bæði borð og stóla.
                        Hann gildrur setur oft,                   Fara tyggjó blettir
                        svo manni er ei rótt.                      í buxur, skó og kjóla.

                                                     

18.12.2007 23:04

Stórt stöðuvatn myndaðist.

Mynd númer 135

Stórt stöðuvatn myndaðist í morgun utanvert við vegamótin í Staðardal. Þannig að það er nánast snjólaust á Ströndum sem er mjög óvenjulegt, og það er að koma jól. Verða jólin rauð eða hvít? .

18.12.2007 22:55

Dagur 8.

                Græjuglamur, sá áttundi,                             Hann rúntar alla götur
                 með garg sem allir heyra.                            og gellur kallar á.
                 Hann bassa og læti hækkar,                        En bara fær þær tómu,
                 svo blæðir út úr eyra.                                   Sem bílinn vilja sjá.

                                             

17.12.2007 22:50

Kalifornía. Lögreglan gefur gjafakort, en á Hólmavík?

Mynd númer 133

Jóla Hvað. Frábær hugmynd hjá löggunni í Kaliforníu. Ökumenn í útborginni Rancho Cordova í Kaliforníu geta búist við að verða stöðvaðir af lögreglunni og fá afhent gjafakort í kaffihúsakeðjuna Starbucks, það er að segja ef akstur þeirra er óaðfinnanlegur. Það var lögregluþjónn í borginni sem fékk þá hugmynd að koma ökumönnum í jólaskap með þessum hætti, og bæta samskipti lögreglunnar og ökumanna. Verslanir í borginni hafa lagt fram fé til að kaupa gjafakortin, og hefur mikið safnast þannig að lögreglumenn þurfa að vera duglegir að stöðva ökumenn og gefa þeim kaffi. Heimild mbl.is

Góð hugmynd fyrir þá lögreglumenn sem hamast við það alla daga að radarmæla svo sem hér á Hólmavík og líka á Blönduósi (Höski) að taka þessa hugmynd upp, ef viðkomandi ökumaður er með allt á hreinu þá getur hann fengið í það minnsta kaffi hjá löggunni eins og er í Kaliforníu og eða gjafakort í ÁTVR.

17.12.2007 22:44

Dagur 7.

                      Sjöundi var hurðadældir,                     Hann var ekki sérlega
                      sá fór úr bíl í æði.                                  hnugginn yfir því,
                       Svo fólk fékk slæman glaðning,         þó vandamanna bíla
                        er fór það út á stæði.                          var kominn rispa í.

                                               

16.12.2007 22:59

Skroppið innað Brú.

Í dag skrapp eg inn að Brú í Hrútafirði og á leiðinni hitti eg uppá Ennishálsi fyrrum gamlan sveitunga minn frá Innra Ósi, Einar Magnússon (annan helmingin). Þegar hann Einar kom útúr bílnum með freðið brosið og sagði að síðan að þegar hann kom suður í sumar hefur hann verið með bölvað kvef og allskonar pestir alla daga síðan að hann kom suður í sumar. En í dag þegar hann var að koma yfir Holtavörðuheiðina og þar og með komin í Strandasýsluna hvarf kvefið um leið, enda Strandaloftið miklu betra en bíla tjöru mengunin sem er syðra. Sum sé þarna var nýr maður á ferð hraustur á alla kanta og förinni var heitið til Drangsnesar og Bæjar þar sem hinn helmungurinn er úr sama mótinu.

Mynd númer 128
Hér er Einar Magnússon orðin alveg kveflaus, enda komin í Strandaloftið

Mynd númer 129

Mynd númer 130

Mynd númer 131

16.12.2007 22:37

Dagur 6.

                          Sá sjötti, Reykjablæsir,         Nær aska hans víða,
                                 er svaka siðlaus.                    nema í öskubakkann.
                                 Hann rétt sér út úr augum,     Hann strompar kringum alla
                                 því reykský hylur haus.           og hóstar beint á krakkann


                                              

15.12.2007 22:03

Sjórin étur sitt.

Mynd númer 123

Mynd númer 124

Mynd númer 126  
Mynd númer 127

Öldugangurinn í gær hefur étið talsvert af uppfyllungu við Fiskmarkaðin og vegin að honum, og sömuleiðis nýju uppfyllinguna austanmegin við tréskiðjuna Höfða.

15.12.2007 21:31

Dagur 5.

                                                                
Sá fimmti, veggjaníður,                           hann spreyjar alla fleti
er veruleikafirrtur,                                   með speki sinni og visku.
yngstur af öllum sveinum                          trúir með skemmdaverkum,
og oftast illa girtur                                   tolli hann í tísku.
  
          
                                    

15.12.2007 21:27

Enn ein jólabjöf á beltum, og það græn.

Splunku nýr snjósleði bættist í flota hjá Strandatröllum nú í dag. Það er sjálfur Agnar Kristinsson (aggi) sem var að gefa sér þetta í skóin. Sleðin er framsóknargrænn að lit og það átti að tilkeyra hann í dag á Steingrímsfjarðarheiðinni sem er frekar snjóa lítil miðað við árstíma. Og það er víst von á fleirum sleðafákum á næstu dögum sem munu örugglega spretta úr spori og uppí brekkur ef það skildi snjóa, á milli jóla og nýárs.

Mynd númer 121

Mynd númer 122

15.12.2007 00:21

Rok og fok og hásjáað.

Mynd númer 116
                    Víðidalsá 13 desember. Björgunarlið að störfum á þaki reiðskemmunar.

Mynd númer 117
       Hásjáað (stórstreimt) var um hádegisbilið í dag á Hólmavík og talsverður öldugángur.

Mynd númer 118

Mynd númer 119

Mynd númer 120