Færslur: 2007 Maí
31.05.2007 22:49
Verður gerð ný brú við ósa Staðaráar ?
Í dag hafa mælingamenn á vegum vegagerðarinnar verið að mæla fyrir nýjum vegi þar sem Staðaráin rennur um Hrófbergseyrarnar (við ósin). Ég hef heimildir fyrir því að vegagerðin sé að kanna það hvort að það sé ekki mögulegt að brúa Staðarána rétt þar sem áin og sjórin mætast,sum sé skamt frá svo nefndum Svörtubökkum og yfir ósin neðan hólmana og þaðan sem leið liggur skamt fyrir neðan Stakkanes,rétt fyrir ofan fjöruborðið og útfyrir Grænanes. Þessi hugmynd vegagerðarinnar er meira en bara hugmynd. Staðarárbrúinn er víst að verða ónýt var mér tjáð í dag,og miklir fjármunir mundi fara til brúarinnar ef hún yrði endurbyggð og gerð eins og ný. Að fara með vegin yfir ósin og þaðan nánast í fjöruborðinu útfyrir Grænanes er sennilega besti kosturinn,staðin fyrir að laga þann veg sem nú er og eða færa hann svolítið neðar fyrir framan Stakkanes eins og hælarnir sína og líka að færa hann nokkrum metrum neðan við Steinabrekkuna. Á Selströndinni er vegurinn á löngum kafla í fjörunni sem var talið galið af mörgum á sýnum tíma,og þessi vegur kemur að mestu vel út hvað varðar snjó. Og ég sem heimamaður og er alin upp steinsnar frá ósnum segi að lokum þetta. Þegar snjóaði á síðustu öldinni og fjörðurinn var ísilagður og vetrarhörkur miklar,og flestir vegir ófærir,þá var oft farið á bílum á lögðum ís yfir ósin og brunað fyrir neðan Stakkanes á ísnum og útfyrir Grænanes og þaðan uppá vegin við Selároddanna. Þannig var nú það. Ég mæli með þessari fyrnemdri leið sem ætti að vera þæilegri á allan hátt. Og samkvæmt heimildum vefstjórans er stemt að taka ákvörðun um hvaða leið á að fara innan nokkra vikna. Brúin getur víst hrunið hvenær sem er.
30.05.2007 21:11
Sjómannalagakeppni rásar 2.
Í gær var farið að spila þau lög sem voru valin til flutnings vegna Sjómannalagakeppni rásar 2,og er þetta að mig minnir í fjórða skiptið sem þessi lagakeppni rásarinnar er haldin. Eg sendi eitt stikki sjómannalag sem var ekki valið í þetta skiptið. En auðvitað er smekkur manna misjafn. En eg hef heyrt þessi sex lög sem voru valin sem fólk getur bæði heyrt í þeim þáttum sem eru á rás 2 og líka hlustað á þau á rúv vefnum,hvað skal segja um lögin er bara ?. En það eru þarna tveir lanskunnir tónlistarmenn sem þekkjast vel á röddinni munu örugglega bítast um fyrsta til annað sætið en þó tel ég að gamlaröddin mun bera sigur af hólmi.
Eg setti mitt sjómannalag sem eg sendi í þessa keppni inná myndbönd á nonnanum í lélegum hljómgæðum,en það má vel heya hvernig lagið er þó að gæðin upptakan séu frekar léleg. En í mínum huga átti þetta lag fullan rétt á því að vera í þessari Sjómannalagakeppni rásar 2,tvö til þrjú þeirra laga sem vou valin til flutnings er frekar í þélegri kantinum.
30.05.2007 21:06
Kubbarnir eru að byrja.
Í morgun byrjaði verktakafyrirtækið Kubbur ehf sem fékk verkið á Selströndinni að stinga niður skóflum í Fagurgalavík. Það á greinilega að byrja á því að sprengja holtið sem hefur safnað snjó árum saman. Og innantíðar munu fleiri tæki frá þeim Kubbmönnum fara láta sjá sig á ströndinni. Og svo eru mælingamenn frá Vegagerðinni að mæla fyrir nýjum vegi? frá Bassastöðum og innað Staðará. Vonandi veit það á gott.
29.05.2007 22:43
Tröllatungu og Þorskafjarðarheiðar eru enn ómokaðar.
28.05.2007 00:21
Sleðaferð til Stranda-norður.
25.05.2007 21:41
Útilegukindur Broddadalsáarbóndans komu heim með lömb.
Í vetur voru fimm kindur sem héldu til í Ennishöfðanum sem er á milli bæjana Skriðnesennis og Broddadalsáar. Eigandi kindanna Torfi Halldórsson á Broddadalsá gaf kindunum af og til heytuggu sem hann henti fram af höfðanum til kindanna sem voru á hjalla og nær ófært flestöllum tvífætlingum. En ein af þessum kindum hrapaði af hjallanum seinni parts vetrar og þá áttu kindurnar að vera einungis fjórar eftir. En ein af þessum kindum sem voru á hjallanum var hrútur sem Torfi vissi ekki um, taldi að um ær væru um að ræða. En 9 maí síðast liðin fór Broddadalsáarbóndin að kíkja með sjónauka út að höfðanum, viti menn hann sá þá fjórar kindur koma á röltinu með fimm lömb sér við hlið. Þannig að tvær þeirra voru tvílemdar og ein einlemd plús dorrapabbinn sem var auðvitað rígmontin af sínum afkvæmum. Og það má reikna með því að lömbin sem urðu til og fæddust í Ennishöfðanum verði verðmeiri að hausti en önnur lömb,vegna þeirrar hreysti að geta lifað það í þeim veðrum sem hafa dunið yfir þessi litlu grey. Kannski er það Ennismóra að þakka, hver veit.
25.05.2007 09:09
Það er snjókoma á Ströndum.Hvít jörð frá heiðum til sjávar.
24.05.2007 22:38
Himbrimar.
Fyrir nokkrum dögum fyldist eg með tveim Himbrimum sem voru í Hólmavíkurhöfninni í nokkra daga að skoða þorpið. Himbrimi er mjög fallegur og áberandi fugl þó sérstaklega á vötnum ásamt Lómnum. Svona að gamni mínu smellti eg myndum af þessum fallegum fuglum sem eru örugglega farnir núna að huga að hreiðurgerð við einhvert vatnið hér skammt frá.
24.05.2007 09:34
Hrillilega kalst á Ströndum,hiti um 0,batnar eftir hvítasunnu.
Norðan 8-15 m/s og slydda. Norðan 5-10 á morgun og úrkomulítið. Hiti 0 til 4 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 8-13 m/s og él á Norður- og Austurlandi, en annars bjart. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst. Á sunnudag (hvítasunnudagur): Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku skúrir eða él við austurströndina. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast sunnanlands. Á mánudag (annar í hvítasunnu), þriðjudag og miðvikudag: Hæglætisveður og yfirleitt þurrt. Hiti víða 5 til 10 stig að deginum. Spá gerð 24.05.2007 kl. 08:22
22.05.2007 23:30
Allt fullt af ref.
Það virðist vera allt fu1lt af refum á Ströndum núna hvert sem litið er,þar að seigja ef menn eru á ferðinni seint á kvöldin eða á nóttunni. Bændur á minni póstleið hafa verið að salla þær niður þegar flestallir eru gengnir til náða. Einn bóndin fékk tvær í fyrrinótt sem hann plaffaði á úr fjárhúsunum en missti þá þriðju. Og annar bóndi er búin að fá fjórar en veit um fleiri,og æðarbændur hafa verið að frétta af refagangi við varpstöðvarnar,fyrir utan alla aðra bragðarefi sem eru á ferðum nætursins. Sumsé refir út um allt.
22.05.2007 22:44
Fundað var um olíuhreinsistöð á Ísafirði í dag.
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Íslends Hátækniiðnaðar héldu fund á Ísafirði í dag,ásamt fulltrúum sveitarfélaga sem eru á Vestfjörðum. Á síðasta fundi Umhverfisnefndar Strandabyggðar sem var haldin 14 maí síðastliðin kom beiðni frá sveitarstjóra Strandabyggðar um að álykta um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum sem fulltrúi Strandabyggðar myndi svo fara með á þennan fund sem haldin var í dag á Ísafirði. Og skemmst er frá því að sega, að 4 af 5 nefndarmönnum Umhverfisnefndarinnar var á móti að fá olíuhreinsistöð til Vestfjarða, þótt að það sé vitað að um 500 störf sé um að ræða, sem mundu koma til Vestfjara.
Eg var að lesa grein eftir Sýslumanninn á Patreksfirði, Þórólf Halldórsson þar sem hann fagnar ef? svona starfsemi mundi koma til Vestfjarða. Það er engan vegin hægt að vera á móti svona starfsemi vegna þess að það vantar allar upplýsingar um hvað málið snýst um, bæði til lands og sjávar. Og það sem er að gerast á Flateyri er ekki neitt glæsilegt,120 manns eru um það bil að missa vinnuna,og sömuleiðis er ástandið í Bolungarvík og víðar á Vestfjörðum mjög slæmt. Og í ljósi þess hve staðan er hrikalega slæm í atvinnumálum Vestfirðinga þá eigum við Vestfirðingar að taka hverju atvinnutækifæri fagnandi hverju nafni sem atvinnutækifærið nefnist og standa saman sem ein heild um að bygga upp Vestfirði á skynsamlegan hátt án þess að það bitni sjáanlega mikið á vestfirskri náttúru. Það lifa ekki allir á ferðaþjónustu, það vantar sumar-vegar-slóða hér og þar og nær allstaðar til að blása lífi í þá grein, svo sem vegarslóða frá Öldugilsheiði til Drangajökuls og svo framvegis. Hér er greinin eftir Sýslumanninn á Patreksfirði um þessa Olíuhreinsustöð. Kinnum okkur málin áður en svarið verður kanski nei.
20.05.2007 22:40
Formaðurinn kom, sá og sigraði.
Í gærkveldi fór fram lítil en góð Hamingjulagakeppni í félagsheimilinu, einungis komu 4 lög í þessa keppni sem er frekar rírt. Í fyrra komu 11 lög og í hittfyrra voru þau 8. Ekki nenna allir að standa í svona lagastússi sem er mikil pælingarvinna og getur tekið talsverðan tíma að hnoða saman grípandi lagi, og þá þarf auðvitað textinn að smellpassa við lagið, þannig að eftir verur tekið. Og ekki komu margir til að heyra þessi hamingjulög sem flutt voru, mest var um krakka og unglinga um að ræða og nokkra eldri kalla og kellingar . Að þessu sinni var það Hemúllinn sjálfur Arnar S Jónsson kollfirðingurinn mikli sem kom, sá og gjörsigraði salinn með miklu klappi að undir tók í borgunum. Lag og texti var eftir hann sjálfan sem heitir Hólmavík er best. Og eg er í engum vafa um annað en Hólmavík er best, þó víðar væri leitað. Eg setti lagið hanns Arnars inná myndasíðunna mína ( Myndbönd ) .Ath,myndbandið getur tekið smá tíma að koma fram á skjánum.
19.05.2007 18:12
Sórvirkar vinnuvélar seldar til Pakistans.
17.05.2007 20:35
Lítill snjór er á milli Arnkötludals og Gautsdals.
Í dag skrapp eg upp á Tröllatunguheiði,eða aðeins lengra en gamli/nýjikafli sem var gerður hér um árið sennilega 1973. Ekki var mikikll snjór á minni leið þangað,silaskrattar. En þegar maður horði á haftið sem er á milli Arnkötludals og Gautsdals sem heitir Þröskuldur,er miklu minni snjór á Þröskuldi en er núna á Steingrímsfjarðarheiðinni.Ég hef í nokkur ár fylgts með snjóalögum á þessu hafti sem er líilega stutt á milli dalanna,þær athuganir hafa sýnt það að alltaf er miklu minni snjór á milli dalanna en á Steingrímsfjarðarheiðinni. Ef vegur væri komin á Þröskuld þá væri ekki einusinni hægt að fara til snjósleðaferða vegna snjóleysis á þessari framtíðarleið okkar Vestfirðinga. Það eru ekki nema 16 mánuðir í það að við getum farið að aka um þessa snjóalittlu framtíðarleið,þvílíkur munur verður það.
15.05.2007 22:40
Ennþá nægur snjósleðasnjór uppá Steingrímsfjarðarheiði.
Kvöldsól við Hrófberg um kl 21.00 15 maí 2007.
13.05.2007 22:45
Úrslit kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Bændaflokkurinn nánast horfinn.
Hvað skal segja um þessar kosningar í Nvk. Í fljótu bragði virðist manni að xd og xf hafa ekki tapað nánast neinu. Flestir reiknuðu með því að frjálslyndir mundu nánast hverfa af yfirborði jarðar, eftir alla þá umræðu um innflytjendur og brotthvarf Margretar Sverrisd úr flokknum, sem var henni að falli. Fáir reiknuðu með því að fyrrum kommi-frammari og nú frjálslyndur, sleggjan frá Bolungarvík Kristinn H.Gunnarsson mundi komast á blað hvað þá á toppinn sem hann reyndar toppaði of snemma uppá Steingrímsfjarðarheiðinni fyrir skömmu síðan. Sjálfstæðismenn héldu sínum þremur. Gamli bændaflokkurinn xb er í mikilli niðursveiflu eins og rjúpan, far vel frans, en ekki rjúpan. Kommarnir xv með Asparvíkurkallinn á bölunum náðu einungis honum sjálfum um borð, sem eg skil vel, enda vilja þeir ekki eitt eða neitt gera fyrir okkur hér á útjaðri kjálkans. Samfylkingin hefur aldrei hugnast mér þó að klerkur hafi náð þar öðru sæti. En einhvern vegin finnst mér það að sá sem hefur sigrað kosningarnar í Nvk séu fyrrum kafteinninn og meðreiðarsveinn hans sleggjan, eða hvað finnst ykkur.
12.05.2007 17:05
Skundað á kjörstað. Sameiginlegur framboðsfundur, gleymdist hann?
Kjörstjórn Strandabyggðar. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Þorbjörg Stefánsdóttir og Bryndís Sigurðardóttir.
Skundað á kjörstað, Steinunn Þorsteinsdóttir og Reynir Björnsson Gröf.
Fólk hér á Hólmavík hefur verið að tínast á kjörstað í norðaustan gluggaveðri og með sólar glennu af og til ásamt nokkrum rigningardropum og bölvuðum kuldaskætingi.
En eg sakna sárlega og lýsi eftir þeim sameiginlegu framboðsfundi allra framboðanna sem hefur oftast nær verið nokkrum dögum fyrir kosningar. En í þetta sinn er engin sameiginlegur framboðsfundur í Norðvesturkjördæmi. Mér sem almennum kjósanda finnst svona framkoma við okkur sem búum á svonefndu krummaskuði eins og sumt malbiksfólkið segir, mikil skömm og vanvirðing við okkur Hólmvíkinga og nærsveitunga. Við erum líka
fólk, ekki bara fólk sem hægt er að gera hvað sem er við. Í það minnsta er þetta að mínum dómi dónaskapur af hálfu þeirra framboðsflokka sem eru og eða voru í framboði fyrir NVK 2007, að halda ekki þennan sameigilega framboðsfund eins og áður er getið um. Skömm.
10.05.2007 22:48
Tónleikar í kirkjunni.
Áður en Eiríkur Hauksson steig á svið í Finnlandi hélt tónlistarskóli Hólmavíkur mikla tónleika í kirkjunni, þar sem nemendur spiluðu á sín hljóðfæri af bestu list. Í kvöld voru það eldri nemendur sem sýndu sína snilld, en í gær voru það yngri nemendur sem gerðu slíkt það sama. En þrátt fyrir það að okkar maður í Finnlandi komst ekki áfram sem við Íslendingar skiljum engan vegin vegna þess að hann og hans lið var langtum best, bar höfuð og herðar yfir aðra flytjendur. Kannski verður einhver af þeim sem tónlistarskóli Hólmavíkur er að kenn,a verði keppandi fyrir Íslands hönd á evróvisionvettvangi verður að koma í ljós síðar meir.
08.05.2007 22:51
Gamansamur kosningavefur.
07.05.2007 23:28
Íbúafundur v/Hamingjudagana var haldin í kvöld.
06.05.2007 23:08
Eg bíð eftir þessum.
05.05.2007 22:57
Hrefnu og hvalveiðar við Ísland.
Í síðustu viku þegar hrefnuveiðimaðurinn og Hólmvíkingurinn Gunnar Jóhannsson kafteinn á Dröfn RE 35,var að fanga hrefnu hér skamnt frá Hólmavík var vegið ansi hart að honum á vef Stranda.is, þannig að hann væri í algjöru óleyfi að veiða hrefnu í Steingrímsfirði. Og strandavefurinn vitnaði í einhver hvalafriðunarsamtök og sýndu kort af Steingrímsfirði þar sem var teiknað inná að hrefnuveiðar í Steingrímsfirði væru bannaðar. Og svo koma fram að fréttaritari og Hólmvíkingar væru undrandi á því að sjá hrefnu skotna nánast við fjöruborðið. Og eftir því sem eg hef heyrt hefur hrefnu og hvalavinur á Hólmavík sent kvörtun til Haftró með þetta athæfi Strandamannsins Gunnars Jóhannssonar. En það kort sem umrætti vefur birti á sínum vef er víst komið frá hvalfriðunarsamtökunum sem vilja alfarið að allar hrefnu og hvalveiðar verði bannaðar með öllu um aldur og æfi.
Eg tek það fram þó að vefstjórinn sem á og rekur þennan Hólmavíkurvef .www.123.is/holmavik sé talsvert skildur Gunnari Jóhannssyni hrefnuveiðimanni, þá verð eg að segja það að hann Gunnar var að gera allt löglegt sem varðar þessar hrefnuveiðar. Kafteininn fór eftir þeim lagareglum sem honum voru settar þegar hann hóf þessar ágætu veiðar. Eg get ekki skilið þá öfga sem sumir sjá í því að fanga örfáar hrefnur og eða hvali.
Á síðasta hausti þegar hvalaveiðar voru leyfðar og þær skornar í hvalstöðinni í Hvalfirði kom eg og kynnti mér þetta að eigin raun. Þegar eg kom í Hvalstöðina var verið að skera einn hvalinn og það voru mörg hundruð manns saman komin til að fylgjast með skurðinum. Og eg hef heyrt það að ferðaþjónar í Hvalfirði hafi verið mjög ánægðir með það að fá svolítið meira klink í baukinn, svipað og þegar hvalveiðarnar voru upp á sitt besta. Engar áhyggur þurfum við að hafa á að Gunnsi Jóa útrými hrefnustofninum, nóg er til af þeirri skepnu. Og að endingu þetta. Strandir fyrir alla þá sem nytja munu alla þá veiðistofna sem eru í boði hverju sinni, og þaug tækifæri,sem eru á boðstólum. Hvað annað.
03.05.2007 23:26
Hvar eru allir frambjóðendirnir í NVK eg spyr.
Ekki fer mikið fyrir frambjóðendunum hér á Hólmavík. Ef eg man það rétt þá er aðeins tveir frambjóðendur sem hafa haldið stjórnmálafund hér á Hólmavík, þau Einar Kr.Guðfinnsson Sjávarútvegsráðherra og Herdís Þórðardóttir fiskverkandi á Akranesi, sum sé frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í NVK. Jú Einar Oddur fór til þeirra Drangsnesinga um daginn, en ekki kom hann hingað til Hólmavíkur.
Þetta er afleit hvað frambjóðendur á 21 öldinni eru hryllilega sljógir og áhugalausir að láta sjá sig hér á Hólmavík. En kommarnir VG - hafa víst einhvað látið sjá sig á Drangsnesi og í Árneshreppnum. Það eina sem eg veit um þann fund sem Jón Bjarnasson frá Asparvík á Bölum í Kaldrannaneshreppi ásamt fleirum kommum, það eina sem Jón sagði var þetta, (mér var sagt) að hann talaði og talaði og talaði og talaði um ekki neitt. VG liðið er alltaf á móti öllu,og getur aldrei bent á eitt eða neitt, til dæmis hvað á að koma í staðin fyrir ef vestfirðingar vilji ekki svo sem álver eða olíuhreinsistöð til dæmis á Gjögri (sjá hér neðar 17/04),hvað á þá að koma í staðin fyrir nafnið stóriðju? Allavega geta VG kompaníið ekki bent á neitt annað en bara annað, sem er fráleitt. Ekki var Steingrímur J góður nú í kvöld í yfirheyrslu Kastljósmanna, hann kom mjög illa út úr þættinum, bara eitthvað annað er alltaf sama sagan hjá þessu kommaliði.
Ekki hef eg tekið eftir Samfylkjingunni í mínum ferðum enda eru sem betur fer fáir þannig í þeim klúbbi á Strandasvæðinu, og fer ört fækkandi eftir að Inga Solla tók formannssætið af Össa Skarp sem er miklu meiri atkvæðamaður en Solla. Össur sagði við mig einu sinni fyrir ansi mörgum árum síðan að þegar hann væri orðin fimmtugur sem hann er fyrir nokkru síðan, þá mundi hann fara í framboð fyrir Vestfjarðarkjördæmi og bygga sér hús upp við Hrófbergsvatn og vera það eins og greifinn frá Monti Carlo, og pissa uppí undan vindi og það í kaldan freran. Það vill svo til að eg á eitt og annað á teipi um Össa Skarp, kannski meira um það síðar.
Framsóknarflokkurinn hef eg lítið að segja um, hann er að eyða sér sjálfur með góðum árangri formanns síns sjálfs. Sennilega héldu XB liðið fund hér á Hólmavík eldsnemma á morgni til sem var vart sjáanlegur vegna rýrnunar. Spillingar þrífast vel í XB samanber Landsvirkjunarformanninn Palla Magg og 10 daga málið hennar Jónínu Bjartmarz.
Íslandshreyfingin hans Ómars Ragnarssonar hefur ekki sést á mínum slóðum, ekki einu sinni frúin. En Pálína Vagnsdóttir Bolvíkingur og söng og gleðikona með meiru er í framboði hér í NVK og skipar 1 sætið. Pálínu þekki eg ekki neitt en hef einu sinni tekið nokkur lög með henni ásamt systur hennar Soffíu þann 17 júní árið 2000 í afmælisveislu sem var haldin í stóru húsi í Bolungarvík sem heitir Hóll, rétt við kirkjuna. En syngjandi stjórnmálamaður er hún örugglega ágæt, en þær hugmyndir sem Íslandshreyfingin er með á sinni könnu um allt skuli vera GRÆNT? og engin má gera eitt eða neitt nema setja flugvöll í flestalla firði og stytta alla bíla umtalsvert og að setja á lengri bíla tolla og svo framvegis er fáránlegt. Passar ekkert fyrir okkur sem eigum heima á kjálkanum. Um að gera að bændur virkji sínar sprænur ef þeir geta og hafi hag af því.
Frjálslyndi Flokkurinn með (adda kitta gau) Guðjón Arnar Kristjánsson í brúnni er örugglega gott, en Margret Sverrisdóttir lék rangan leik þegar hún yfirgaf kafteinin og í staðin kom sleggjan innfyrir borðstokkinn með það fyrir augum að lyfta flokknum upp. Eg veit ekki hvort það takist hjá kafteininum. En eg hef þekkt Guðjón Arnar í mörg ár og hann var mikil aflakló á sínum tíma, en hvort honum muni takast að afla um 16% til að ná líka inn sleggjunni Kristnni H.Gunnarssyni veit eg ekki, allt er hægt ef stefnan er góð, þá verður stefnan að vera það góð að siglt sé framhjá öllum þeim skerjum til að koma skútunni heilli í höfn, með tvo innanborðs. En að endingu veit eg það á mánudagin kemur þann 7 maí heldur Frjálslyndi Flokkurinn framboðsfund á Cafe Riis kl 20.00.
Stjórnmál nú á tímum eru frekar í daufari kantinum miðað við sem áður var. En það þýðir ekkert að væla þó að maður sjái ekki nema smá brot af þeim frambjóðendum sem eru í framboði.Nú á tímum hafa flestir tölvur, en þó ekki allir. En það styttist í þann 12 maí, kosningar og ekki síst júróvíson.
01.05.2007 23:30
Sjóstangveiðibátar fara vestur á firði.
- 1